Æskan - 01.11.1976, Qupperneq 33
Tvær
latneskar bænir
Á bernskuárum mínum var þaö venja, að sóknar-
prestarnir húsvitjuöu alla bæi í prestakallinu á ári hverju.
Þegar ég var 10 ára, kom presturinn okkar, séra Siguröur
Stefánsson frá Vigur, í húsvitjunarferð. Mamma var ein
heima ásamt okkur tveim yngstu bræðrunum, Sigurbirni
12 ára og mér 10 ára. Þegar prestur kom, tók hann
manntal og spuröi margra spurninga varðandi heimilið,
mamma svaraði þessu öllu og að lokum tók hann okkur
Bjössa upp í kristnum fræðum. Bjössi stóð sig vel, enda
fékk hann léttar spurningar, að mér fannst, og öfundaði
ég hann af því seinna. Ég stóð mig vel í byrjun, þuldi allar
bænir, sem mamma var búin að kenna mér, en svo kom
dæmisaga Jesús: Sáðmaðurinn. Ég þuldi Sáðmanninn
utan að, eins og ég lærði hann í Biblíusögunum mínum
(þ. e. Balslefs-Biblíusögur), en prestur lét það ekki
nægja, hann kom með svo miklar skýringar um
Sáðmanninn og«vo bað hann mig að læra utanað bæn
latneska, sem ort er út frá Sáömanninum. Mamma tók
blað og pennastöng og skrifaði bænina upp orðrétta, en
ég hafði bænina upp eftir presti, hún er svona:
Ó, Herra Jesús Kristur,
gróðursettu þitt heilaga orð í hjarta mínu.
Gefðu mér skilninginn að skilja það,
næmina að nema það,
iðkunina að læra það,
rjóðraðu mig í þínu blessaða blóði,
svo ég megi koma til allra Guðsbarna,
í eilífa sælu og gleði.
Hvað það er gnógt fagnaðarins
og gleðilegt líf,
til Guðs hægri handar,
veit mér það og gefi,
Guð faöir að eilífu.
Amen.
Þetta er mjög áhrifarík bæn og æskilegt að hún lífði
áfram á vörum unga fólksins. Þessi bæn hefur orðið mér
blessunarrík í lífinu og ég nota hana ávallt á mínum
bænastundum.
Hin latneska bænin, sem ég vildi koma hértil lesenda,
er ævagömul. Soffía langamma mín kenndi mömmu
minni bænina og mamma hafði þessa bæn mikiö um
hönd í sínu lífi og mér er þessi bæn mjög kær, hún er
svona:
Breið þú yfir mig blóðfaðm þinn,
blessaði minn Jesús,
hlífi mér æ í sérhvert sinn,
þín signuó höndin trú.
Annastu lífs og liðinn mig,
Ijúfi Jesús ég bið nú þig.
En, þegar heiminum fell ég frá,
fráskilst við lífið mitt,
lifandi Jesús leiddu mig þá,
í Ijómandi ríki þitt.
Þar á mín sál að finna og fá
fagnaðar-athvarf sitt.
Amen.
Húsvitjanir prestanna eru nú alveg lagöar niður,
og tel ég það afturför í kristilegri uppfræðslu. Barna-
skólarnir og unglingaskólarnir ná ekki þeim árangri í
kristnum fræðum, sem gömlu góðu sveitaprestarnir
náðu á sínum tíma.
„Sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varðveita
það“.
Benedikt Guðmundsson
Fjólugötu 12,
Akureyri.
ÆSKAN — Þaö er Ijótt aö gretta sig framan í hana mömmu sína
,v
31