Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 34

Æskan - 01.11.1976, Page 34
T að var einu sinni sérlega fallegt, lítið gervitungl. Þaö var kvenkyns og af allra bestu gerð og 'bestu ættum. Bæði í ætt við Explorer I og Explorer III og við Vanguard II og Discoverer IV. Tvær frænkur hennar — Score I og Cosmos III — höföu verið fjarskyldar bæði gervitunglum og tunglflaugum. Þetta var fjölskylda, sem litla ungfrú gervitungl gat verið hreykin af. Og hún var það líka! — Ég er eins og löguð fyrir fegurstu hringi og snún- inga, sagði hún. Þú hefðir átt að sjá, hvað hún var glæsileg. Sívöl og með ál og léttmálma hér og þar. Og hún vó aðeins 771 kg, svo að hún var mjög létt af gervitungli að vera! Hún komst líka á heimssýninguna í Montreal og var sýnd þar ásamt tveim flugskeytum, Atlas og Júpíter. Og þau urðu bæði bálskotin í henni. — Hún velur mig, sagði Júpíter, — því að ég er stærstur og glæsilegastur! — En ég er fallegastur, sagði Atlas, — og ég hita betur! En litla ungfrú gervitungl var ekki á þeim buxunum að ætla að lofast þeim fyrsta besta. Ekki einu sinni öðrum eða næstbesta. Þó að hann væri stór eða fallegur! — Við skulum vera vinir öll þrjú, sagói hún. En Júpíter hélt sínu striki: — Ef þér viljið giftast mér, sagði hann, — skal ég fljúga með yður fjórtán hringi umhverfis tunglið á brúðkaupsferðinni! — Ég skal sýna yður allar stjörnurnar — og Vetrar- brautina, ef þér veljið mig, sagði Atlas. — Við höfum ekki þekkst nema í viku, mótmælti hún. — Vika er langur tími fyrir flugskeyti, svaraði Júpíter. — Á þeim tíma kæmist maður til Venusar og heim aftur, sagði Atlas. — Nei, hlustið nú á hann, sagði Júpíter, — er hann ekki farinn að tala um einhverja kvensnift. Þarna sjáið þér, hvernig hann er, ungfrú! — Láttu mig í friði, mótmælti Atlas. — Venus er nógu gömul til að vera langamma mín! — Það á aldrei að minnast á aldur konu, sagði gervi- tunglsungfrúin hvasst. — Nei, ekki þó hún væri fædd í gær, sagði Júpíter og kinkaöi kolli. — Þetta var nú ekki fallega sagt heldur, sagði ung^u gervitungl. Á meöan á sýningunni stóð héldu flugskeytin áfram gera sig til fyrir ungfrúnni. Eða sýna „útblástursrörin eins og það heitir á eldflaugamáli. 32

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.