Æskan - 01.11.1976, Page 48
Saga þessi gerist jólakvöld eitt fyrir löngu. Jóla*
sveinninn var nýkominn heim úr sinni vanalegu ferð til að
færa börnunum ýmar jólagjafir. Þetta er alltaf löng og
erfið ferð, því bústaður hans er meðal stjarnanna yf|r
norðurpólnum. í þetta skipti hafði ferðin líka verið heldur
snúningasöm og sóst seint, svo að hann var óvenju
þreyttur. Hann settist niður í hægindastólinn sinn til að
hvíla sig, klappaði hundinum sínum og reyndi að láta fara
vel um sig.
Hann var líka hvíldinni feginn. Þrátt fyrir ýmsa erfið-
leika hafði honum tekist að koma gjöfum til allra barna
á jörðinni. Hátíðarstundin nálgaðist, himinninn var
stjörnubjartur og allt orðið kyrrt og hljótt. Já, þetta var
sannarlega ánægjuleg stund í lífi jólasveins.
Hann teygði samt út höndina og náði (listann yfir Þa
sem jólagjafir áttu að fá og leit yfir hann einu sinni enn
Og nú hrökk hann við. Nafn lítils drengs hafði verið skráð
með daufu letri neðst á blaðið og ekki sést nógu vel 1
stjörnubirtunni úti um kvöldið, svo að drengurinn hafði
enga jólagjöfina fengið. ,,Þetta var slæmt," sagði jóla-
sveinninn við sjálfan sig, leit í pokann sinn en þar var
ekkert eftir. > ’ ,
,,Hvernig fer ég nú að,‘‘ sagði hann við sjálfan sig í Þvl
bili sleikti hundurinn hönd hans. Og samstundis datt
honum ráð í hug.
Hann sagði við hundinn sinn:
ÆSKAN — Þaö er mjög Ijótt að segja ósatt
46
■■■