Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 51

Æskan - 01.11.1976, Page 51
<Mmmm. og Flugleiðir hf. minnast þessara tímamóta í sögu Bandaríkjanna. í Chicago reka Flugleiðir hf. skrifstofu og þaðan eru fastar flugferðir yfir Atlantshaf, alla leið til Luxem- borgar. Ferð þessi verður sú lengsta, sem Æskan og Flugleiðir hf. hafa til þessa boðið upp á í þau 19 ár sem þessir aðilar hafa sent unglinga til annarra landa. Verðlaunin verða flugferð og bókaverðlaun. Tvenn fyrstu verð- laun verða ferð til Chicago. Flogið verður báðar leiðir með DC-8, hinum fullkomnu þot- um Flugleiða hf., og á meðan dvalið verður í Chicago, verður margt til gamans gert. Þriðju, fjórðu, fimmtu og sjöttu verðlaun verða flug- ferðir innanlands og þá verður flogið með Friendship skrúfuþotum félagsins. Sjöundu, áttundu, níundu og tíundu verðlaun verða bækur frá Æskunni. Af þessari upptalningu sjáið þið, að til mikils er að vinna í þessari keppni og nú veltur á ykkur að taka til óspilltra málanna og svara öllum spurningunum rétt. Hver veit líka nema í þessu blaði og í þeim næstu leynist svör við ýmsum spurningum, sem fyrir ykkur eru lagðar í keppninni. Allir lesendur blaðsins til 15 ára aldurs hafa rétt til þátttöku og verðlauna. Ef mörg rétt svör ber- ast, verður dregið um verðlaunin. Svör þurfa að hafa borist til Æskunnar fyrir 1. maí 1977. — Nú er til mikils að vinna. Takið öll þátt og svarið öllum spurningunum rétt. — Hverjir af lesendum Æskunnar heimsækja Chicago ár- ið 1977? — Spurningarnar, sem þið eigið að svara, eru á næstu síðu. Öll nú samtaka! 49

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.