Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 56

Æskan - 01.11.1976, Page 56
r AndrésOnd og litlu strákamir ^\ndrés Önd settist í uppáhalds hægindastólinn sinn og ætlaði að láta fara vel um sig. Hann leit út um glugg- ann til hægri. Þá sá hann að sólin skein björt á hvítan jólasnjóinn, en er hann leit til vinstri sá hann jólatréð skreytt með rauðum eplum og marglitum glerkúlum. Þaö var jólakvöld og allt var friösælt og fólkið beið eftir jólamatnum og jólagjöfunum. Strákarnir höfðu verið svo þægir og hljóðir og leikið sér í barnaherberginu. Andrés situr niðursokkinn í þægilegar hugsanir og vellíðan, þá veit hann ekki fyrr en hurðinni er hrundió upp með fyrirgangi og frændur hans koma inn með jólagjaf- irnar, Rip með trommu, Rap með trompet og Rúp með stóra munnhörpu. „Þetta höfum við fengið í jólagjöf", sögðu þeir. „Nú skaltu heyra almennilegan hljóðfærleik, frændi." Þeir tóku hljóðfærin og settu sig í stellingar og léku af öllum kröftum svo það heyrðist ekki mannsins mál og strákarnir voru eins ánægðir með sjálfa sig eins og frægustu hljómlistarmenn. Andrés Önd frændi þeirra lét sem ekkert væri og hlustaði, en varð dauðfeginn, þegar hávaðanum létti. Þegar strákarnir hættu dauðuppgefnir, sagði Andrés Önd: „Þúsund þakkir, þetta var gott hjá ykkur. Leikið þið nú eitthvað hljóðlátt, því mig langar að líta í bókina, sem þið gáfuð mér." ,,Já, við skulum leika eitthvert hljóölátt lag," sögðu strákarnir í virkilegu jólaskapi og fóru út. Andrés sökkti sér niður í bókina sína, sem var spenn- andi ferðasaga, en hann hafði ekki lesið lengi, þegai" strákarnir komu aftur með stóran kassa. Þeir sögðu: „Frændi, viltu ekki flytja þig úr þessum stól? Við þurfum allt gólfið undir rafmagnsjárnbrautina okkar. Þú sagðir okkur sjálfur, aö við ættum að leika okkur hljóðlega a þessu hátíðakvöldi." ,,Já, en þið getið leikið ykkur að rafmagnsbrautinni í barnaherberginu," sagði Andrés. ,,Nei, það er ekki hægt, því stóllinn, sem þú situr í, er eini hluturinn í öllu húsinu, sem við getum notað fyir járnbrautarstöð. Þú mátt sitja inni í barnaherberginu og lesa bókina þína." ,,Þetta er sjálfsagt," sagði Andrs og fór inn í barna- herbergið. Hann var langan tíma að koma sér þægileg3 54

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.