Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 70

Æskan - 01.11.1976, Page 70
hesti sínum og reiö niður aftur, og um leiö var hann horfinn, og sáu engir hvaö af honum varö. Þegar feðgarnir komu heim um kvöldiö tóku þeir til aö þylja yfir Pétri söguna af því, sem gerst haföi um daginn. Og þeir sögóu frá gullbúna riddaranum, og héldu því fram aö fríðari og gla^silegri sveinn væri ekki til í heimin- um öllum. ,,Æ, hvaö mér heföi þótt gaman aö sjá hann,“ sagði veslings Pétur. ,,Ætli þaö væri nú ekki betra fyrir þig aö moka betur fjósiö, heldur en að vera meö svona vitleysu," sagöi Páll bróöir hans. Daginn eftir áttu allir konungssynirnir og riddararnir að ganga fyrir konung og konungsdóttur, — þaö þótti of seint um kvöldið, held ég, — svo aö sá, sem heföi gull- epliö, gæti sýnt þaö, en einn kom eftir annan og enginn maöur haföi svo mikiö sem gullber, hvaö þá heldur heilt gullepli. ,,Já, en einhver hlýtur aö hafa þaö,“ sagöi konungur og klóraði sér á bak viö eyrað, ,,viö sáum öll sömul, aö þaö kom maður ríðandi og tók það.“ Og svo gaf konungur út þá skipan, aö allir karlmenn í landinu skyldu koma til konungshallar og hafa meö sér gulleplið eöa gulleplin, ef þeir heföu þau í fórum sínum. Og svo fór hver eftir annan heim í höllina og hermenn fylgdu þeim. Meðal þeirra sem fóru var faðir Péturs, og bróöir hans Páll. Þeir voru hinir síöustu og svo voru ekki fleiri karl- rnenn í öllu ríkinu. ,,Hvaö er þetta," sagöi konungur, ,,eru allir búnir aö koma, hvernig getur staöiö á þessu með eplin." ,,Ja, ég á nú bróöur," stundi Páll upp, ,,en hann er hálfgerður fáráölingur, hann hefur staöið í moldarverk- um og fjósmokstri alla þessa daga.“ ,,Hvaö varðar mig um það,“ sagöi konungur og var reiður. „Þegnar mínir eiga aö hlýðnast mínum boðum." Sendi konungur samstundis hermenn aö sækja Pétur. Þegar komiö hafði verið meö Pétur fyrir konung, var hann samstundis spurður, hvort hann heföi nokkurt gullepli ífórum sínum. ,,Já, hérna er nú eitt," sagöi Pétur og tók þaö upp úr vasanum á fjósagörmunum sínum, ,,og hérna er annaó, og hérna er hiö þriöja," sagöi hann. Og um leið varpaói hann af sér lörfunum og stóð þarna fyrir hásætinu kon- ungsins í gullnu herklæðunum, svo fögrum að þaö gljáði á þau. ,,Ja, þú færö þá dóttur mína og hálft ríkið," sagði konungur. „Þú hefur til hvors tveggja unnið." Var síðan slegiö upp brúökaupsveislu og öllum boðið, sem reynt höfðu aö komast upp glerfjallið, og skemmt sér gátu þeir og etið og drukkiö, þó þeir kæmust ekki upp fjalliö, og best gæti ég trúaö að veislan stæöi enn. — ÆSKAN — Besta jólagjöfin er áskrift að ÆSKUNNI

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.