Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1976, Page 80

Æskan - 01.11.1976, Page 80
FRA UNGL1NGAREGLUNNI Mér finnst gaman að starfa í barnastúku, við lærum að koma fram, að stjórna fundum og lesa upp. Einnig er mjög gaman í ferðalögum stúkunnar, en hún fer í dags- ferðalag þegar starfi lýkur á vorin. Þessari spurningu svaraði Klara Siguróladóttir; hún er æðsti templar í Barnastúkunni Sakleysið nr. 3 á Akureyri- Eins og sagði í septemberblaóinu var Hilmar Jónsson endurkjörinn stórgæslumaður á síðasta Stórstúkuþingi. Af því tilefni lögðum við fyrir hann nokkrar spurningar. — Hvað er að frétta af útbreiðslumálum, Hilmar? — í haust fóru Kristinn Vilhjálmsson og Arnfinnur Arnfinns- soin til Vestfjarða og töluðu við gæslumenn og annað bind- indisfólk. Standa vonir til að barnastúkan á Flateyri hefji starf í vetur auk þeirra 3—4 sem þar störfuðu í fyrra. « Nokkru síðar fóru Kristinn, Ari Gíslason og Stefán Halldórs- son upp á Snæfellsnes og um Borgarfjörð í sömu erindagjörð- um. Á einum til tveim stöðum verða gerðar tilraunir til aó endurvekja barnastúkur er lengi hafa legið niðri. Stórtemplar Indriði Indriðason hefur ásamt fleirum átt ferð um Siglufjörð og rætt þar við bindindismenn. Ennfremur hefur hann talað við gæslumenn barnastúkunnar á Húsavík og fleiri stöðum. Fleiri trúboðsferðir mætti tíunda, verður þeirra ef til vill getið síðar. — Nokkrar nýjungar á döfinni? — Þegar þetta viðtal birtist hafa gæslumenn vonandi fengið bréf frá stórgæslumanni, þar sem verkefni framundan verða kynnt. Á fyrsta stjórnarfundi í Unglingareglunni var samþy að láta fjölrita ný þekkingarbréf. — Hvernig heppnuðust vor- og sumarmótin? |i(<a Bæöi vormót barnastúkanna tókust sérlega vel. Þau v°rU^un mun fjölmennari en í fyrra og dagskrá suöurlandsmótsins vandaðri en árið áður. .g. Bindindismótið í Galtalækjarskógi um Verslunarmanna ina fór líka vel fram. Hins vegar er ég mjög óánægður yfir fréttum sem borist hafa um skátamótið um Verslunar helgina, Rauðhettu. Þar virðist hafa verið mikil óregla- — Ertu bjartsýnn á framtíðina? jjs_ Ég hef alltaf verið bjartsýnn þrátt fyrir að staða bin in manni virðist versna með hverju árinu sem líður. Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUNA 78

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.