Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 5

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 5
*Vristófer Kólumbus var ítalskur, en bjó í æsku í portúgal. Snemma hneigðist hugur hans til sjóferða, og ^nn tók þátt í mörgum löngum sjóferðúm með portú- ðölskum sæförum. Þegar hann var 35 ára var hann 0rðinn þaulvanur sjóferðum og þá datt honum fyrst í hug aö fara sjóleiðis til Indlands og Kína. Landleiðin austur til Þsssara landa var löng og erfið. Á þessum tíma höfðu kenningarnar um að jörðin væri önöttótt unnið mikið fylgi, en eins og þið vitið héldu menn tyrst að hún væri flöt eins og pönnukaka. Kólumbus öugsaði sem svo, að ef jörðin væri hnöttótt og hann si9ldi stöðugt í vesturátt, hlyti hann aö komast til Ind- iands og Kína. En hann vissi ekki, að þetta var útilokað Ve9na þess að hann hlyti að lenda á hinu stóra megin- iandi, Ameríku. Hann vissi ekki heldur, að sjóleiðin til indlands og Kína var helmingi lengri en landleiðin, enda Þött hún væri greiðfærari. Á þessum tímum hafði fólk ekki hugmynd um hve stór jörðin raunverulega var og ööldu að hún væri miklu minni. það var miklum erfiðleikum bundið fyrir Kólumbus að fa !syfi til að fara í þennan leiðangur. Fólk hafði enga trú á ^ví að honum mætti takast að komast sjóleiðis til Ind- iands og Kína. Hann sá að það var þýðingarlaust að r®ða þessi mál við Portúgala og fór því til Spánar til að V|ta hvort sér yrði ekki meir ágengt þar. Hann barðist í mörg ár fyrir þessu málefni, og loksins v°ru honum fengin yfirráð yfir þremur skipum til far- arinnar. Þann 3. ágúst 1492 vatt hann upp segl og hélt af stað í hina langþráðu för. Á þessum þremur skipum, sem hétu Santa María, Nina °9 Pinta, voru aðeins 90 manns. En Kólumbus var hvergi Srr>eykur og trúði því statt og stöðugt að ferðin mundi ^era árangur. En margs konar erfiðleikar og vonbrigði mættu Kólumbusi, menn hans trúðu ekki á að þeir kæmust nokkurn tíma alla leið og vildu snúa við. En Kólumbus sat við sinn keip. Loksins, eftir margra vikna siglingu, komu þeir auga á hina grænu strönd Guanahani-eyjar. Ibúar eyjarinnar höfðu gefið henni þetta nafn, en Kólumbus kallaði hana San Salvador eða Frelsiseyju. Tveim vikum seinna uppgötvaði Kólumbus Kúbu og stuttu síðar Haiti. Kólumbus var fullviss um að þessar eyjar væru hluti af Indlandi og hélt heim til Spánar með þær upplýsingar. Evrópubúar komust fljótt að raun um að handan við hinar nýfundnu eyjar var stórt, óþekkt meginland og að þær væru alls ekki hluti af Indlandi. Samt sem áður héldu eyjarnar nafninu sem Kólumbus hafði gefið þeim, og voru kallaðar Vestur-lndíur og hið raunverulega Indland var kallað Austur-lndíur. Það er nú einfaldlega kallað Indland. fbúar Indlands eru Indverjar og hinir innfæddu á Vestur-lndíum og Ameríku eru kallaðir Indíánar. Þannig fengu þessar tvær þjóðir sem lifðu í órafjarlægð hvor frá annarri, svipuð nöfn vegna misskilnings Kólumbusar. Hið mikla meginland, sem var handan við eyjar Vestur-lndía, fékk ekki nafn hins mikla sæfara sem upp- götvaði það. Það var nefnt Ameríka eftir land- könnuðinum Amerigo Vespucci, sem fór fjölda sjóferða til Nýja Heimsins (eins og Ameríka er oft kölluð enn í dag). Nokkru síðar lýsti Kólumbus sjóferðum sínum í bréfum til vina sinna. Kólumbus dó fátækur og flestum gleymdur árið 1506.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.