Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 43

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 43
Færeysk saaa um dveraa Dvergar eru lágir og gildir, skegg- lausir, en þó ekki ófríðir ásýndum. þeir búa í stórum steinum eða í hólum undir klettum; sllkir dvergasteinar eru víðs vegar um Færeyjar. Dvergar eru gæflyndir en þola ekki illdeilur í nánd við bústaði sína því að Þá snýst í þeim og þeir flytjast burtu Þaðan í gremju miki.lli; þess vegna er stóri dvergasteinninn í Skúfey klofinn í tvennt, því að drengir tveir sem gættu nautgripa rifust með Ijótu orð- bragði og flugust á; þá flýðu dverg- arnir og sprengdu steininn. Dvergar eru allra smiða slyngastir og af þeim lærðu menn fyrst að herða stál í eldi og vatni, en áður urðu þeir að teygja járnið og laga með því að kaldhamra það. Smíðatól dverganna vinna af sjálfsdáðum en öll orka þeirra sjálfra er falin í beltunum sem þeir girðast; ef einhver nær beltinu af dvergi verður dvergurinn ósjálfbjarga og þá er hægt að fá hann til að smíða hvað sem er og 9era góða gripi, því að hann vill allt til vinna að fá beltið aftur. ,Undir steinunum sést oft aska, sem sópað hefur verið út úr smiðjum þeifra. í Gásadal á Vogey stendur klettur sem dvergar búa í; heyrist oft til þeirra þegar þeir eru að smíðum. Fátækur maður var eitt sinn staddur norður í Tungu og var að bera saman mó. Sá hann þá klettinn standa opinn og dvergana að smíðum inni fyrir. Gekk hann nær til að hyggja að þessu og komu þá dvergarnir út í dyrnar og sögðu við hann: — Framhleypinn ertu, þótt fátækur sért, en eiga máttu samt hnífkutann þann arna — og um leið fleygðu þeir í út til hans hníf sem var svo beittur að hann sneið allt sem í vatn brygði. — (Færeysk þjóðsaga). ÆSKAN — Leyfðu aldrei, að neinum sé refsað í þinn stað 1. Krjúptu niður á fjóra fætur, lófar á gólfi. Hvíldarstelling, anda rólega. 2. Skjótiö upp krýppu, beygið bakið upp eins hiikió og þið getið. Höfuðið fer niður á milli arm- anna. 3. Sveigió hrygginn nióur, hægt og rólega, og komið svo aftur í stöðu 1. Gerið þessar æfingar 4—5 sinnum, ætíó hægt. Leikfimi í heimahúsum Hryqqæfinqar

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.