Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 19
Paul Cézanne
Franskur málari, fæddur árið 1839, lést árið 1906. Blái
blómavasinn, málverk Cézannes, er eftirtektarvert sök-
um frískleika og litauðgi. Hann hóf málarastarf sitt í hópi
impressíónista, en felldi sig ekki við að þurfa að beygja
sig undir liststefnu þeirra, hvað það snerti að sleppa dýpt
og fyrirferð hlutanna úr málverkinu. Honum nægði ekki
að mála eingöngu það, sem í verkefninu sýndist liggja,
heldur einbeitti sér að því að skapa heilan heim hluta og
fjarsýni í flötum lita og Ijóss. Honum var efnisvalið auka-
atriði. Hann málaði landslagsmyndir, óteljandi kyrralífs-
myndir af eplum og andlitsmyndir af konu sinni, sem
jafnan sat fyrir hjá honum af mestu þolinmæði. öll
beindist list hans að sama marki. Áhrif hans á eftirkom-
endurna hafa orðið djúpstæð, en hann hlaut litla viður-
kenningu í lifanda lífi.
ÚR SÖGU LISTARINNAR
E'na hugsun hennar var að finna einhvern, sem gæti
^jálpað henni, — einhverja konu, sem hefði átt barn; — með
Þeirri hugsun kom endurminningin um vinveitta þorpið, sem
^Veinn hafði talað um. Ef hún aðeins gæti í tíma náð því!
^ngum tíma mátti spilla. Eins og hundelt hind sneri hún
V'b og hljóp upp götuna í þá átt, er Sveinn hafði bent.
því
Að baki sér heyrði hún skyndilega óp manna, skothvelli og
næst þögn. Hún vissi, að Sveinn hafði hitt Rússann.
þo
b,
h
Hálfri stundu síðar skjögraði hún lafmóð inn í lítið afgirt
rP- Jafnskjótt flykktust kringum hana karlar, konur og
°rn. Ákafir, forvitnir svertingjar í uppnámi spurðu hana-
Utldrað spurninga, sem hún gat ekki skilið eða svarað.
^að eina, er hún gat var að benda tárvotum augunum á
^arnið í fangi sér, en stagast á: „Hiti, — hiti — hiti.“
^ Svertingjarnir skildu ekki orð hennar, en þeir sáu, hvað olli
er>ni áhyggju, og brátt hafði ung kona komið henni inn í kofa
°g i'eyndi þar ásamt fleirum að sefa barnið.
Oaldralæknirinn kom og kveikti ofurlítinn eld hjá barninu.
lr honum sauð hann einhvern graut í leirpotti og gekk um
Vfi
•eið
tnuldrandi í kringum seyðinn. Allt í einu rak hann tagl af
j^bradýri ofan í grautinn og stökkti nokkrum dropum af
°num yfir andlit barnsins.
br hann var farinn, tóku konurnar að veina og væla, svo
J ne hélt, að hún yrði geggjuð; en hún vissi, að þetta var allt
hert af góðum hug, svo hún þoldi það, þótt þjáningarnar út af
'e>kindum barnsins ætluðu hreint að gera út af við hana.
hað mun hafa verið komið undir miðnætti, er hún varð vör
skyndilega hræringu í þorpinu. Hún heyrði svertingjana
deila.
en skildi þá ekki.
A'lt í einu heyrði hún fótatak nálgast kofann, þar sem hún
sat við bjartan eld með barnið í kjöltu sér. Vesalingurinn litli
var nú rólegur; augnalokin voru hálfopin og sást í hræðilega
starandi augun.
Jane Clayton leit með skelfingu á litla andlitið. Þetta var
ekki hennar barn, — hvorki hold hennar né blóð, — en hversu
samgróinn og kær var ekki þessi einstæðingur orðinn henni!
Hjarta hennar, er var rænt afkvæmi hennar, hafði tekið þetta
nafnlausa barn slíku ástfóstri, sem væri það hennar barn.
Veran á Kincaid átti sinn þátt í því.
Hún sá, að dauinn nálgaðist, og þótt hún sæi mjög eftir
fóstra sínum, óskaði hún, að endirinn yrði nú skjótur og leysti
barnið við þjáningarnar.
Fótatakið úti fyrir hætti við kofadyrnar. Oti fyrir heyrðist
hljóðskraf; augnabliki síðar kom M’ganwazam, höfðingi
flokksins inn. Hún hafði varla séð hann, því konurnar höfðu
strax tekið við henni.
Hún sá nú, að höfðinginn var illilegur, og skein allt hið
versta úr svip hans. Jane fannst hann líkari górilluapa en
manni. Hann reyndi að tala við hana, en árangurslaust, og
loks kallaði hann á einhvern úti.
Annar svertingi kom inn; sá var mjög ólíkur höfðingjanum,
svo ólíkur, að Jane sá strax, að hann var af öðrum flokki.
Maður þessi var túlkur. Og fann Jane því nær við fyrstu
spurningu M’ganwazams, að hann var að reyna að grafast
eftir einhverju allt öðru.
Henni fannst það skrítið, að náunginn skyldi svo skyndilega
fá áhuga á áætlunum hennar og einkum þó hvert fcrðinni
hafði verið heitið, er hún varð að stansa í þorpi hans.
Hún sá enga ástæðu til þess að dylja hann sannleikans; en
ÆSKAN -
Af öllum löstum
17