Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 25
flogið yfir Norðurpólinn árið áður, og
svo má nefna þekkta flugmenn eins
og Clarence Chamberlin og Bert Ac-
osta.
Flestir væntanlegra þátttakenda
voru vel styrktir fjárhagslega, og
flestir ætluðu sér að fara í flugferðina
á marghreyfla flugvélum með mann
sér til aðstoðar við flugið. Lindbergh
hafði sjálfur lagt fram 2.000 dollara,
og stuðningsmenn hans í St. Louis
höfðu lagt 13.000 dollara til viðbótar.
Peningar — eða peningaskortur —
var aðalástæðan fyrir því að hann
kaus að nota einshreyfils flugvél.
Hann benti stuðningsmönnum sínum
á, að hann hefði ekki efni á stórri
flugvél.
gesser og Francois Coli höfðu týnst
yfir hafi á leið sinni frá austri til
vesturs, frá París til Vesturheims.
öll þessi atriði lögðust á eitt við að
undirbúa og auka ímyndunarafl fólks
og undirbjuggu um leið jarðveginn
fyrir stórhetjuna. Sú fagnaðaralda
sem reið yfir Lindbergh, og sú aðdáun
sem hann naut eftir hinn mikla sigur
var gífurleg — og allt þetta varð til
þess að gefa flugmálunum byr undir
báða vængi.
Árið eftir hinn glæsilega árangur
„arnarins einförula" fór fólk í stór-
hópum í flugferðir víða um heim.
Aldrei áður höfðu svo margir flogið á
svo skömmum tíma. Menn sem hug
höfðu á fjárfestingu opnuðu nú
auknar flugsamgöngur hvatti stjórn-
völd til þess að koma upp flugvöllum,
flughöfnum og loftsiglingatækjum.
Eftir flug Lindberghs tók flugið svo
hröðum framförum og svo miklum
breytingum á öllum sviðum, að tölum
veröur vart á komið. Flugvélafram-
leiðendur byrjuðu nú að smíða stærri
og stærri flugvélar sem fóru æ hraðar.
Þægindin í farþegarýmunum urðu
meiri og meiri.
Hið frækilega flug Lindberghs leysti
að sjálfsögðu ekki allan vanda flug-
félaga og hins unga flugvélaiðnaðar.
Þó svo að meirihluti hugsanlegra
flugfarþega hrifist af afreki Lind-
berghs, þráaðist fólk enn við að
ferðast flugleiðina. En Lindbergh fékk
Hvað því viðvék að fljúga einn,
jafnvel án loftskeytatækis eða fall-
hlífar, þá var það líka af hagsýn-
isástæðum, þó svo að fólk vildi frekar
hokka það undir fífldirfsku. Lindbergh
varði vikum í að gera „Spirit of St.
Louis" eins létta og mögulegt var
aður en hann bjó hana undir sjálfa
Þolraunina. Það hvarflaði ekki að
honum að hafa með sér fallhlíf,
aðstoðarflugmann eða siglinga-
fræðing, því að þungi þeirra myndi
aiinnka eldsneytismagnið.
Áður en Lindbergh lagði upp í hina
sögufrægu flugferð sína gerðust
hæði undur og ósköp sem gerðu
sögusviðið all óhugnanlegt. René
Ponck hafði brotlent — og lifað það af
— við fyrri tilraun til Atlantshafsflugs.
^riggjahreyfla Fokker-flugvél Byrds
varð fyrir óhappi. Flugmennirnir Noel
Öavis og Stanley Wooster höfðu
hrotlent í flugtaki, er þeir voru í
síðustu æfingu fyrir Atlantshafsflug
sitt: þeir fórust báðir. Aðeins nokkrum
högum fyrir brottför Lindberghs frá
Hoosevelt-velli höfðu orðið tvö önnur
öauðaslys. Frakkarnir Charles Nun-
buddur sínar af því að þeir voru allt í
einu sannfærðir um að flugið ætti
framtíð fyrir sér. Fjármagnið sem lagt
var af mörkum, var notað til að stofna
ný flugfélög, smíða nýjar flugvélar og
varahluti. Þau félög sem fyrir voru
færðust öll í aukana.
Flugfélögum um allan heim fjölgaði
til muna. Flugleiðir lengdust og þeim
fjölgaði, og fjöldi fluttra farþega
margfaldaðist. Flugvellir voru byggðir
í æ fleiri byggðum héruðum. Flug-
mönnum stórfjölgaði. Krafan um
marga til að skipta um skoðun með
hinni miklu færni sinni og dirfsku og
breytti þar með viðhorfi almennings til
flugsins, og framfarirnar urðu um leið
hraðari. Hvað svo sem um flug Lind-
berghs og „Spirit of St. Louis" verður
annars frekar sagt, hlýturflug hansað
teljast til merkilegustu áfanga flug-
sögunnar.
Arngrímur Sigurðsson.
Pétur Sörensen
á heima í háhýsi uppi á 18.
hæð. Á hverjum morgni fer
hann í lyftunni niður á jarð-
hæð og síðan út, eins og
leiðin liggur. Það er fyrst
þegar hann kemur heim, sem
vandræðin byrja: Hann ekur í
lyftunni aðeins upp á 3. hæð
en gengur svo upp tröppurn-
ar, þar til að hann nær upp að
sinni íbúð. Hvers vegna í
ósköpunum gerir hann það?
23