Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 34

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 34
 fijúga til 1“' að var Magga frænka, sem gaf Knúti og önnu fallegu blöðruna — stóra, gula blöðru, sem skemmtilegt andlit var málað á, og það allra skemmtilegasta var, að blaðran hafði langt nef. Börnin léku sér með blöðruna allan daginn á enginu fyrir utan garðinn; þau bundu langt band í hana og héldu svo íbandið. Þegar kvöldaði hljóp Knútur með blöðruna upp á hæðina og Anna elti hann eins vel og hún gat. ,,Ég má halda í bandið líka!“ hrópaði hún. ,,Þú mátt ekki stinga mig af, Knútur!" Knútur stökk, og svo — já, svo flaug hann! Blaðran lyftist upp í loftin blá, og Knútur hélt í bandið, en Anna hélt í Knút, því að hún vildi líka komast með! Börnin höfðu aldrei farið að heiman, svo að þau höfðu ekki hug- mynd um, hvert þau flugu. Fyrir neðan voru akrar og skógar, lítil hús með rauðu þaki, kirkjuturnar og bóndabæir, fljót, sem minntu á silfurband, og vötn, sem líktust speglum, og svo kom ský, sem huldi útsýnið. „Hvar erum við, Knútur?" spurði Anna skelfd. „Ég veitþað ekki — geturðu haldið þér, systir mín?“ spurði Knútur á móti. „Ja-nei, ég held, að bandið slitni!“ sagði Anna. Það slitnaði líka og börnin duttu og duttu og lentu á heysátu, en þar lágu þau og litu undrandi hvort á annað. Blaðran flaug, og Knútur hélt dauðahaldl í bandlð. Hvert voru þau eiginlega komin? Það var að verða dimmt, en þau sáu þó, að þau voru komin inn í stóran garð, en inni í honum var eitthvað fólk að hengja stórar, marglitar luktir í w/Vr' • ’ V». 1 Kona var að hengja marglit Ijósker á trjá- grelnar. trén. Þær voru gular og rauðar, grænar og bláar, og Ijómuðu fagur- lega í laufskrúðinu. Börnin fóru niður af heysátunni og inn í garðinn, en þar hlupu þau beint ífangið á góðri konu í blómakjól með stóra rauöa slaufu á rassinum °9 langa silfurnál í hárinu. „Hvert erum við komin?" spurðu börnin, og konan hló og svaraði: „Þið eruð komin til Kína. Sjáið þið það ekki, börn?“ Börnin litu umhverfis sig og s^u það strax. Þetta var skemmtilega landið, sem allir hafa séð myndir af- Landið, sem sést á bökkum °9 öskjum, diskum og bollum og v*ta' skuld í ævintýrabókum. Stórir strákar og stelpur, sem lsera landafræði í skólanum gretta s*9 sjálfsagt og segja: „Auðvitað er það Kína." En það er nú ekki alveg rétt, þvíað börnin voru í landi Kínverjanna. Kíns er eitthvað, sem fólk lærir um í landa- fræði, en land Kínverjanna fyrirfinnst ekki á hnettinum og það sjá menn aðeins, ef álfkonari opnar dyrnar * hálfa gátt, svo að hægt sé að komast inn. Nú voru Knútur og Anna komin inn 1 ævintýraheim, og þau léku sér við litlu Kínverjana, sem voru í garöveislu. Þegar myrkt var orðið Ijömuóu luktirnar um allan garðinn eins °9 smátungl, og alls staðar voru g|a^' værir Kínverjar og Kínverjabörn, en öll voru þau í marglitum fötum sungu og spiluðu. Sum komu me ÆSKAN — Leggið ekkí handieggina upp á borð við máltíðina

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.