Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 36

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 36
Ll inu sinni var maður og kona. Þau áttu sex syni, sem þeim þótti mjög vaent um. Sá yngsti þeirra hét Vanjuska og þeim þótti vænst um hann. Hann þurfti aldrei að gera neitt. Langaði hann til að hjálpa til, sagði annaðhvort faðirinn eða móðirin við einhvern hinna drengjanna: „Vertu nú svo góður að gera þetta fyrir hann — hann er svo lítill." Og hefði einhverjum hinna eldri hlotnast eitthvað, sögðu þau: „Gefðu nú Vanjuska líka — hann er sá yngsti." Þegar synirnir voru vaxnir úr grasi, sagði faðirinn við þá: „Það er kominn tími til að þið læriðt eitthvað. Le'ggið af stað, en hjálpið Vanjuska — hann er sá yngsti." „Já, pabbi, það skulum við gera“ svöruðu synirnir, og svo lögðu þeir af stað út í heiminn. Sérhver þeirra vissi hvað hann vildi verða, nema Vanjuska. Þess vegna fór hann að læra með elsta bróður sínum. Þeir réðu sig á skóverkstæði, þar sem voru margir lærlingar. Allir sátu Þeir kringum hringlaga borð og hömruðu og hömruðu niður skóskóla. Vanjuska líkaði þetta vel, en eins og venjulega beið hann eftir því að bróðir hans gerði vinnuna fyrir hann. Þannig leið tíminn. Svo þegar lærlingarnir áttu að smíða sveinsstykki sitt. kom í Ijós að Vanjuska hafði ekkert lært. Skósmiðurinn sendi hann á brott oQ hann fór til hinna bræðranna. Hann reyndi hjá hinum þriðja, fjórða og hinum fimmta. En alls staðar var sama sagan. Eldri bræðurnir gerðu vinnuna fyrir Vanjuska og hann lærði aldrei neitt. „Nú synir mínir hvað eruð þið orðnir?" spurði faðir þeirra, þegar þeir komu allir heim á sama tíma. „Skósmiður! Skraddari! Múrari! Trésmiður! Járnsmiður! hrópuðu elstu bræðurnir stoltir í bragði. „Og þú — hvað hefur þú lært?" spurði faðirinn yndið sitt. En Vanjuska þagði. „Ég get ekki gert að því,“ sagði hann að lokum með grátstafinn í kverkunum- „Bræður mínir hafa jú alltaf gert aílt fyrir mig.“ Skelfingu lostinn greip faðirinn um höfuð sér. Nú skildi hann hver átti sök s því að Vanjuska litli hafði ekkert lært. I juli s. I. andaðist hinn heimsfrægi rokkkóngur Elvis Presley, aðeins 41 árs að aldri. Síðustu fimmtán árin sem hann Ifiði kom hann að- eins einu sinni fram á al- mennum blaðamannafundi, og á öllum sínum ferli veitti hann aldrei blaðaviðtal. — Hafi Presley verið að vernda þá mynd sem aðdáendur hans höfðu af honum — guðhræddur, al-amerískur, hreinlífur — þá tókst honum það. Hann var draumur hverrar móður um fyrir- myndarsoninn, draumur hverrar stúlku og draumur hvers manns um góðan félaga. Síðan hann lést hefur margt annað komið fram um líf hans, sem verður ekki rakið hér. En þrátt fyrir allt, sem segja má um líf hans, var hann ókrýndur konungur rokksins, og plötur hans seljast nú um allan heim í milljónum eintaka.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.