Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 42

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 42
HVAO SEGJfl ÞEIR? Slgurður Skúlason, rlt- stjórl, skrifar: Oft hefur mér komið Æskan í hug, þegar ég hef verið að velta því fyrir mér, hvernig gott íslenskt mánaðarblað eigi að vera. Og þegar ég var aö fletta hinu fjölbreytta blaði Æskunnar, fannst mér ég verða að þakka fyrir það. Ég fékk ekki betur séð en að efni blaðsins væri, hvað gildi, fjöl- breytni og frágang snerti, eins og best yrði á kosið. Þaö vek- urfurðu, að öll sú miklavinna, sem að baki býr, skulu vera unnin að mestu af einum manni. Slgurður Skúlason. Æskan hefur glatt íslensk börn og unglinga í fjölda ára, en að mínu áliti aldrei rækt hlutverk sitt, að fræða og skemmta, betur en í dag. Það hefur tekist að gera hana girnilega aflestrar fólki á öllum aldri. Hún er svo blessunarlega laus við þenn- an væmna tón og stíl, sem ýmsir virðast halda, að börnum henti best í ræðu og riti. Ég gæti trúað, að þeim væri sá sónn næsta ógeð- felldur. Sem sérfræðingur á sviði prentlistarinnar hefur ritstjór- inn nytfært sér aukna útgáfu- tækni til að vanda ytri frágang Æskunnar. Ritstjórinn hefur sannarlega gert meira. Hann hefur sífellt verið að baeta efn| blaðsins og auka fjölbreytn' þess. Vitanlega krefjumst góðs og gagnlegs efnis Æskunni, og helst kysum vi ■ að sem flest önnur íslens mánaðarrit færu að hennar, hvert á sínu sviði. 1 trúum því, að þau myn u verða langlífari fyrir bragóið- Ég óska Æskunni til han1 ingju með það menningafst|9’ sem hún er á. Lesendurnir skrifa Sigríður Emilía Eiríksdóttir, 14 ára, Eyjafirði, skrifar: Kæra Æska! Ég þakka þér fyrir allt gott efni í blaðinu. Ég hef lesið Æskuna frá því að ég varð læs, og hef alltaf haft gaman af þvf. Sérstaklega þykir mér gaman að þættinum ,,Með á nótunum" Vignir Guðjónsson, 14 ára, Reykjavík, skrifar: Kæra Æska! Ég vil þakka fyrir á- gætt blað. Við höfum keypt Æskuna í 20 ár og ætlum að halda því áfram. Laufey Gylfadóttir, Akranesi, skrifar: Kæra Æska! Ég á heima á Akra- nesi. Æskan var fyrsta blaðið, sem kom á heimili okkar, því systkini mín voru að byrja að bera hana út hér í bænum. Ég sendi Æskunni mínar bestu kveðjur og færi henni bestu þakkir fyrir gott og skemmtilegt efni, sem hún færir lesendum sínum í hverju sínu fagra blaði. Blaðið er 78 ára og alltaf ferskt og nýtt. Halldóra Bjarnadóttir. Halldóra Bjarnadóttir, 103 ára gömui á Blönduósi, skrifar: Góði ritstjóri! Þakka þér kærlega grein mína með öllum myndunum. Mér þótti svo vænt um þessa grein, og það er svo gott fyrir alla landsmenn, að fá þessa grein í svona góðu og útbreiddu blaði sem Æskan er. Ég óska þér svo alls góðs við blaðið og hvaðeina sem þið hafist að. Nú verður bráðum merkisafmæli hjá blaðinu, og í tilefni af því sendi ég mínar bestu óskir um góðaframtíð. Óttarr Hrafnkelsson, 10 ára, Kópa- vogi, skrifar: Kæra Æska! Okkur þykir m\ög gaman að Æskunni, og það lesa allir á heimilinu hana. Ástríður Haraldsdóttir, Reykjavík. skrifar: Kæra Æska! Ég ætla að byHa á því að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Einnig vil ég biðja þig um að halda áfram með þessi heilræði neðst á blaðsíðunum eins og þú hefur ged1 síðustu blöðunum. Hulda Margrét Gunnarsdóttir, ára, Lindköping í Svíþjóð, skrifaf- Æska mín! Ég fæ alltaf Æskuna senda reglulega frá íslandi. Ég er búin að eiga heima í Svíþjóð frá því ég var fjögurra ára gömul. Æskan er skemmtilegasta blaðið, sem ég fse' Þökk fyrir hana og kveðja til allra barna á íslandi. Blaðið er fyrir alla fjölskylduna á öllum aldri. -dn

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.