Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 49

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 49
Siðvenjur eru víst hvergi hrein- ræktaðari en í hringleikahúsi, og í enska hringleikahúsinu „The Robert Brothers Circus“ hafa fílatemjararnir heitað Bobby í 200 ár. Þessi siðvenja verður áfram við lýði, því að Bobby, 2ja ára, er byrjaður aö æfa. Allt hefst með leik. Bobby var kynntur fyrir fíl- unum skömmu eftir fæðingu, en fílarnir heita Mary, 12 ára, 3 tonn að þyngd og Maureen, 10 ára % tonn. — Það tekur tímann að verða fílatemjari, segir faðir Boþþys, sem er fílatemjari hringleikhússins. — En strákurinn getur það. Hann hefur tímann með sér. Afi Bobbys, langafi og langa- langafi (þeir hétu allir Bobby) voru allir fílatemjarar. Þaettu. Því að þarna kom týndi nauta- hópurinn á spretti innan úr kvosinni °9 trylltur, mannýgur griðungur í fararbroddi. Jack vissi hvað verða mundi undir eins og nautin kæmu auga á rauða kjólinn hennar Biddy. Þau mundu ®ða beint að henni og troða hana undir fótum og limlesta hana. Hvert augnablik var dýrmætt, þarna var um líf og dauða að tefla, milli hans °9 nautahópsins. Og baráttan stóð um Biddy. Moldarmökkinn lagði eins og þykka Þoku upp af grundunum kringum hautahópinn, sem kom eins og elding ffam á sléttuna og stefndi á telpuna í rauða kjólnum. Biddy hljóp eins og fætur toguðu — nokkur hundruð metra framundan voru klettarnir. Ef hún kæmist upp á Þa áður en nautahópurinn næði henni, gæti hún bjargast . . . en nú kom Jack þeysandi. — Hlauptu, Biddy! hrópaði hann og hallaði sér út í hliðina á hestinum sínum um leið og hann var að komast að henni. Hann greip til hennar og tókst að ná utan um hana og lyfta henniupp á hnakkbogann. En nú kom nautahópurinn æðandi á eftir þeim. Hesturinn komst upp að klettastalli, sem ekki var hærri en svo, að börnunum tókst að kasta sér upp á brúnina og þar lágu þau örmagna og hreyfingarlaus, en fyrir neðan kletta- stallinn geystist nautahópurinn áfram og í áttina til bæjarins, sem sást í fjarska. — Þarna sérðu, að við höfum ekki stolið nautunum ykkar! sagði Jack eftir langa bið, þegar þau höfðu jafn- að sig eftir geðshræringuna. — Ég ætlaði að segja þér það áðan, ef ég hefði fengið næði til þess, að hnífn- um, sem þið funduð, gleymdi hann pabbi hjá ykkur um daginn, þegar hann var að heimsækja hann pabba þinn. En það var nú heppni, að ég reið á eftir þér! — Já, Jack, það var heppni — annars væri ég dauð núna! Biddy tók hendinni um handlegginn á honum. Hún var svo hrygg og iðrandi á svip- inn. — Vertu ekki að setja það fyrir þig, Biddy! sagði hann huggandi, — við skulum ekkert hugsa um það framar, því að við erum vinir eins og við höfum alltaf verið. Er það ekki? — Jú, það erum við, sagði Biddy. Og augu hennar Ijómuðu af þakklæti og gleði. /17

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.