Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1977, Side 8

Æskan - 01.10.1977, Side 8
— Réttu gamla fiskimanninum skrínið, sem stendur á borðinu þarna. Og þegar hann hafði fengið skrínið og opnaði það, trúði hann ekki sínum eigin augum. Skrínið var fullt af skínandi gullpeningum, þykkum og kringlóttum. Sjálfur hafði hann aldrei eignast gullpening um ævina, og varla séð meira en tvo eða þrjá. — Taktu nú af peningunum, eins og þú vilt, gamli maður, og láttu í fiskikörfuna þína, þá getur þú keypt þér nægan mat handa þér og dætrum þínum. Fyrst gat gamli maðurinn ekki komið upp einu einasta orði, en svo sagði hann næstum því grátandi af gleði: — Æ, já, blessaðarstúlkurnar mínar, sem bíða nú eftir mér matarlausar heima. Mikið verður gamari að koma heim með körfuna núna. Svo þerraði hann tárin og vissi ekki, hvernig hann átti helst að þakka fyrir gjöfina. — Hvað áttu margar dætur? spurði A konungssonur, og hvað heita þær? > — Ég á tvær dætur, sem báðar eru yndislega fallegar stúlkur. Önnur er bláeyg og Ijóshærð eins og sólin og heitir Dagbjört. Hin er brúneygð og dökkhærð eins og nóttin og heitir Kolbrún. Þær eru augasteinarnir mínir, alltaf svo kátar og góðar við mig, og alveg eins, þótt ég komi ekki með einn einasta matarbita heim. Þá stóð dvergurinn upp, sem hafði borið fyrir þá ávextina og vínið, og hvíslaði að konungssyninum: — Yðar hátign, þér ættuð að biðja um hönd annarrar af þessum fallegu dætrum hans. Hugsið yður, hve það væri hlýlegt og skemmtilegt hérna í höllinni, ef hér væri ung og falleg prinsessa, sem mundi syngja og vera kát allan daginn. Þegar konungssonurinn heyrði þetta, varð hann mjög hugsi. Það var auðvitað rétt hjá dverginum, að lífið var fremur einmanalegt og dapurt hér uppi í fjöllunum, — sérstaklega þó á veturna, þegar ekki var hægt að hlaupa um fjöllin og veiða dýr. Ef hann fengi sér unga og fallega konu, mundi allt verða miklu bjartara og skemmtilegra. Því sagði hann við fiskimanninn: — Við skulum gera með okkur samning, gamli og góðl maður. Þú mátt taka með þér allt það gull, sem þú vilt, og í staðinn færir þú mér aðra af dætrum þínum til eig'n' konu. Fiskimaðurinn gamli gekk strax að þessu, því að hann vissi nú, að A konungssonur var bæði góður og göfugnr maður, og vildi launa honum björgina með því besta, sem hann átti. Þakkaði hann nú konungssyninum innilega fyrir gjö<' ina og veitingarnar og hélt svo heim á leið glaður í bragðl með fiskikörfuna sína þunga af gulli. Nú var eins og hann flygi yfir klettana og smygi í gegnum skógarþykknið, o9 þegar hann kom niður að bátnum, reri hann yfir vatniö með meiri léttleika en hann hafði gert síðan hann var ungur piltur. Hann söng hástöfum við róðurinn og fannst allt leika í lyndi, eiga fulla körfu af gulli og mega gifta aðra dóttur sína hraustum og göfugum konungssyni. Heima í kotinu voru systurnar báðar, Dagbjört og Ko1' brún, og vonuðust eftir því, að faðir þeirra kæmi nú lok® með einhvern fisk í soðið. Samt voru þær glaðar og kátar, eins og alltaf. Dagbjört sópaði gólfið og gerði eins vistlegt og hægt var í gömlu stofunni, en systir hennar stóö við gluggann og söng, á meðan hún greiddi sér oð snyrti. Fyrir neðan gluggann sat dvergurinn Moni, en hann hafði fiskimaðurinn tekið að sér, þegar hann var lítill °9 umkomulaus drengur. Hann var ósköp lítill og ófríður,en þegar hann gretti sig, varð hann svo skringilegur, 3 enginn gat stillt sig um að hlæja. Honum þótti best af Öl|u að sitja þarna undir glugganum við að höggva eldiviö °9 hlusta á Kolbrúnu syngja, því að hann var dálítið skotinn í henni, — en af því hann var bara lítill og ófríður dvergur’ lét hann engan vita af því. Og þegar Kolbrún stóð við gluggann og var að greiða sér, sá hún allt í einu, að faðir hennar var að Ieg9la bátnum upp í vör, og kallaði á systur sína. — Nei, sjáðu, hrópaði Dagbjört himinlifandi, — sia° hve karfan er þung! Loksins hefur honum tekist að vei petiö varla eitthvað, þótt báturinn sé orðinn svona gamall og fúið! Sjáðu, karfan er svo þung, að hann getur rogast með hana! Svo hljóp hún strax til þess að hita dálítinn kaffisoP^ en það var nú orðið það eina, sem til var í kotinu, Þvl nú þurfti hann sannarlega að fá einhverja hressingo- Að vörmu spori var hann kominn heim og gekl< heldur hróðugur inn í stofuna með körfuna sína í inu. . — Ö, hvað þú hefur veitt vel, pabbi! Lofaðu okkur a sjá allan fiskinn! hrópuóu þær nærri einum hálsi. — Já, ég hef svo sem veitt vel, telpur mínar. þúsundfalt betur en mig hefði nokkurn tíma getað drey um. En þetta, sem er í körfunni, er bundið ákve skilyrði, og áður en við uppfyllum það, eigum við e veiðina.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.