Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 18

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 18
til þorpsins. Eg held, að höfðinginn sé hvítum mönnum vin- veittur; — svertinginn sagði mér það. Annað getum við ekki gert. Bráðlega fáið þér höfðingjann til þess að fylgja yður niður Ugambi og til þorpsins við sjóinn, og ekki getur liðið á löngu áður en skip leggst í ármynnið. Þá er allt gott. Verið þér sælar og gæfan fylgi yður, frú!“ „En hvert ferð þú, Sveinn?“ spurði Jane. „Hví geturðu ekki falið þig hér og farið með mér til sjávar?" „Ég þarf að segja Rússanum, að þér séuð dauðar, svo hann þurfi ekki að leita yðar frekar,“ og Sveinn glotti. „Því getur þú þá ekki komið aftur til mín, þegar þú hefur sagt honum það?“ mælti konan. Sveinn hristi höfuðið. „Ég held ég hitti engan framar, er ég hef talað við Rússann og sagt honum dauða yðar,“ sagði hann. „Áttu við það, að hann drepi þig?“ spurði Jane, og hún fann það á sér, að einmitt það mundi þorparinn gera í hefndarskyni fyrir að missa hana og barnið. Sveinn gerði ekki annað en benda henni að hafa lágt og leit eftir götunni, sem þau höfðu komið eftir. „Eg vil það ekki,“ hvíslaði Jane. „Eg læt þig ekki deyja fyrir mig, ef ég á einhvern hátt get afstýrt því. Ljáðu mér skamm- byssurnar þínar. Eg kann að fara með þær, og sameinuð • • • • ættum við að geta haldið þeim frá okkur, uns við finnum til undankomu.“ „Það dygði ekki, frú,“ sagði Sveinn. „Þá næðu þeir aðelllS okkur báðum, og þá gæti ég ekkert gagn gert. Hugsið 11111 barnið, og hvað illt það yrði ykkur báðum að lenda 1 ^°n • T_I gf Rokoffs. Hans vegna verðið þér að gera það, sem ég seg1- 1 er byssa mín og skotfæri; þér þurfið þeirra með.“ Hann lét byssuna og skotfærin hjá Jane. Svo fór hanm Hún sá hann ganga götuna á móti lest Rússans, uns ha111 hvarf fyrir bugðu. Henni flaug í hug að elta hann. Hún hlaut að geta hja'P honum með byssunni, og hún gat heldur ekki hugsað til llCS að vera alein eftir í skóginum, gersamlega vinalaus. Hún reis á fætur til þess að skríða út úr byrginu og hlallP‘ af öllum mætti á eftir Sveini. Er hún þrýsti barninu að ser> hún í andlit þess. Hvað það var rjótt! En hvað það var óeðlilegt! Hún la& kinn þess að vanga sér. Hún var eldheit af sótthita. Byssan ð1 0 g Og skotfærin voru gleymd í skýlinu. Sveinn var gleymdnr Rokoff og allar hættur. í trufluðum heila hennar rúmaðist ekkert annað el1 sorglegi sannleiki, að barnið var sjúkt af hinni hræðileguS frumskógaveiki, og að hún gat á engan hátt linað þjánm. þess, — þjáningar, sem hlutu að koma milli öngvitanna- Akureyri er höfuðstaður Norður- lands og liggur við Eyjafjörð. Akureyri er þriðji stærsti bær landsins. Hér á Akureyri er lystigarður sem margir fara og skoða hvort sem það er ferðafólk eða fólk úr bænum. Á Akur- eyri eru margir skólar, til dæmis barnaskólar, gagnfræöaskóli, iðn- skóli, menntaskóli og tækniskóli og svona mætti lengi telja. Andapollur er hér sem aðallega eru endur á á vet- urna. Og rétt fyrir ofan andapollinn er sundlaugin. Hérna er skipasmíða- stöð, Slippstöðin hf., þaðan koma stór og falleg skip sem seld eru út um Bærinn minn allt land. Hér eru verksmiðjurnar Skóverksmiðjan Iðunn, Fataverk- smiðjan Hekla og Ullarverksmiðjan Gefjun. Hér er mjög gamalt hús, Lax- dalshúsið, elsta hús bæjarins, byg9{ 1795. Sumurin 1972—1973 var gerð hraðbraut í innbænum sem surmr talla Drottningarbraut. Sjúkrahús var jyggt hér fyrir þó nokkrum árum °9 iú er það orðið of lítið, og er nú veri að byggja við það. Auður Hafdís Björnsdóttir, Aðalstræti 54, Akureyri. ÆSKAN — í dag getur þú glatt einhvern

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.