Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 44
í bréfi frá Á. H. í Reykjavík er beðið um
upplýsingar um lækna og læknastörf, um
námið, sem liggur að baki því, og hverj-
um kostum góður læknir þurfi helst að
vera búinn til þess að geta innt þetta á-
þyrgðarmikla starf vel af hendi. Skal nú
leitast við að svara þessum spurningum
og skulum við fyrst athuga undir-
búningsnámið.
Grunnskólanámi eða skyldunámi þarf
fyrst af öllu að Ijúka með góðum árangri
og síðan tekur menntaskóli við á náms-
brautinni. Væntanlegur læknir þarf að
Ijúka stúdentsprófi úr máladeild
menntaskóla með allhárri einkunn.
Læknanám krefst góðrar almennrar
greindar og námshæfileika. Þegar svo
komið er í læknadeild Háskóla íslands,
tekur við 1 — 8 ára námstími. Skiptist
hann í 3 hluta. — I. hluti: Fyrsta veturinn,
sem er tvö kennslumisseri, er kennd
efnafræði og almenn líffærafræði. Á
öðrum og þriðja vetri (fjórum kennslu-
misserum) hefur verið numih lífeðlis-
fræði, lífefnafræði og líffræðafræði. —
II. hluti: í öðrum hluta læknanáms er
numin meinafræði, sýklafræði og lyfja-
fræði og próf tekin í þessum greinum
ekki síðar en 4 misserum eftir fyrsta hluta
próf. í öðrum hluta stunda stúdentar
verklegt nám í rannsóknastofum og
sjúkrahúsum.
Þá kemur að III. hluta. Þar er t. d. lögð
stund á sjúkdómsgreiningar og meðferð
sjúklinga. Er þá komið inn á ýmsar sér-
greinar, svo sem geð- og taugasjúk-
dóma, háls- nef- og eyrnasjúkdóma,
augnsjúkdóma og margar fleiri greinar
koma til. Þá verða og stúdentar að taka
þátt í almennum störfum sjúkrahús-
lækna í a. m. k. 8 mánuði í þessum hluta
námsins.
Margir íslenskir læknar leita sér fram-
haldsmenntunar í einhverjum sér-
greinum og tekur það nám oft u. þ. b. 4
ár. Eru því læknar oft um það bil 35 ára,
þegar þeir fara að stunda læknastörf
sem sérfræðingar.
Góður læknir þarf að vera traust-
vekjandi maður, ef svo mætti segja, því
að mikils er um vert að sjúklingur treysti
lækni sínum. Hann þarf að vera mann-
þekkjari góður og mannvinur. Næman
skilning þarf læknirinn að hafa á sálarlífi
annarra og gott er það fyrir hann, að
hann hafi áhuga á félagsmálum í h®ra
sínu. Að sjálfsögðu þarf læknir að v
samviskusamur maður og ábyggi16^
hvívetna. Laun lækna eru allhá, e°
langt nám að baki.