Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 38

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 38
Blrgltta Blrgisdóttir. Varastu hættuna I áfengi er efni, sem nefnist alkóhól. Það er hættulegt mannlegum líkama. Af áfengisneyslu stafa sjúk- dómar, t. d. hjarta- og lungnasjúkdómar. Magi og lifur eru mjög viðkvæm fyrir áfengiseitrinu, og taugakerfið lamast og skemmist. Áfengis- neysla fer vaxandi, og eru konur þar ekkert betri en karlmenn. Ef keypt er ein á- fengisflaska á viku á heimili, verður það 120 þúsund kr. skattur á ári eytt í skaðlegan drykk. Væri nú ekki betra að kaupa eitthvað nytsamlegt til heimilisins fyrir peningana? Auk þess, sem áfengis- neyslunni fylgja ýmsar hættur fyrir fólkið sjálft og umhverfi þess. Ég skora á alla að drekka ekki áfengi. Forðist hættuna. Besta ráðið til þess, er að drekka aldrei áfengi. f tóbaki er líka eiturefni, er nefnist nikótín. Það hefur mjög skaðleg áhrif á manns- líkamann. Reykingar valda krabbameini í lungum og skaða æðakerfið. Unglingar byrja oftast að fikta við að reykja, bara til þess að sýnast meiri í augum annarra. Unglingar, sem byrja á þessari hættulegu vitleysu eru stundum ekki nema 11 — 12 ára. Unglingar, sem eldri eru, reyna stundum að tæla þau sem yngri eru til að byrja að reykja. Kalla þau „mömmubörn" og jafnvel gera grín að reglusömum for- eldrum. Lofum þeim að kalla okkur ýmsum nöfnum, segjum bara NEI við öllu eitri. Fullorðna fólkið ætti að vera fyrirmynd í þessu efni og sýna börnum fram á að sá er meiri maður, sem hafnar þessum eiturefnum. Ef þér er boöin sígaretta, þá vertu ákveðinn og segðu NEI. Til eru mörg fleiri eiturefni, en áfengi og tóbak, en ég veit ekki nöfn á þeim öllum. T. d. hass, morfín og heróín. Eitt skulum við muna. Reykja aldrei og drekka aldrei áfengi. Stundum íþróttir, t. d. sund, þá líður manni vel og verður hraustur og getur lagt miklu meira á sig bæði andlega og líkamlega. Þeir sem eiga reglusama foreldra mega vera þakklátir fyrir það. Hugsið ykkur hvað sum börn eiga bágt, sem eiga óreglu- sama foreldra. Birgitta Birgisdóttir I ertu varkár arastu tóbakið 3 Það er ekki vitað meö vissu, hver fyrstur flutti tóbaks- jurtina til Evrópu. Þó munu það hafa verið farmenn, og var Walter Raleigh einn þeirra. Þegar Kólumbus fann Ameríku, hitti hann fyrir indíána, sem reyktu bæði þípu og vindlinga. Þess er getið síðar, að spánskir og portúgalskir sjómenn fluttu tóbaksplöntuna heim með sér. Þeir höfðu áður séð hvernig indíánar notuðu hana til reykinga. Um svipað leyti kynntist franskur maöur tó- baksjurtinni, og sendi Spánardrottningu hana að gjöf sem skrautjurt. Síðan hefur tóbaksplantan reynst hvítum mönnum hættulegri en flestar aðrar jurtir. Hún hefur valdið heilsutjóni og dauða fleiri manna en nokkur drepsótt eða náttúruhamfarir. Vertu því varkár. Varastu tó- bakiö. Hjá sumum, sem mikið hafa reykt, eða eru sérstaklega næmir fyrir áhrifum tó- baksins, taka kransæðar hjartans að þrengjast eða lokast, þegar eftir þrítugs- aldur. Þessu fylgja sár kvala- köst, og þá vilja allir, að þeir hefðu aldrei byrjað á að reykja. öllum, sem reykt hafa mikið, og síðan hætt, kemur Gunnlaugur Pálsson. saman um að þeim líði betur eftir að þeir eru h^ Þeir verða hreinir í háls' lungum. Þeir losna við sífe ertingu, sem þeir höfðu i og þeir verða þrekmeih VÍnnU' a aeQ" Nú er farin herferð 9 iað fá f°lk tóbakinutilaðreyna*- g{ til að hætta að reykja og það gott. Best er þó að ^ ^ aldrei. Varastu ^r Krabbameinsfélagið unnið mikið og gott star 1 sýnt fram á með rannsókn^ að reykingar valda kra^ meini í lungum. Þú skalt aldrei reykja, en var^V6er góða heilsu, því góð heilsa það dýrmætasta sem 3 Gunnlaugur Pálsson idxjr Frímerkjasafnarar! Sendið mér 75 eða fleiri notuó íslensk frímerki og þið fáið í skiptum fjórum sinnum fleiri mis- munandi útlend frímerki. Páll Gunnlaugsson Veisuseli Fnjóskadal 601 Akureyri Orðsending Piltur, sem dvaldi hér á landi á síðastliðnu ári, óskar eftir bréfaviðskiptum við ís- lenska unglinga. Hann mun koma hingað til lands um næstu jól. Heimilisfang hans er: Mr. Costis Stasinos Rodolivos — Serron, Greece. ÆSKAN — Skemmtið ykkur frjálslega, en ekki með taumleysi, ærslum og hávf^0

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.