Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 35

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 35
Góði fáð'ér eina, gaman værl að reyna tjaratjara tjaratjara tjaratjara Klæðir þig að svæla, karlmannlegt að æla tjaratjara . . . Ef þér finnst hún römm og vond þá reyndu bara að nýju. Þú hefur upp úr þessu bæði höfuðverk og klígju og seinna færðu gula fingurgóma sem geta orðið þér til mikils sóma. Gerðu mökkinn meiri, góði svældu fleiri tjaratjara ... Enga miskunn leyfðu, ösku og stubbum dreifðu tjaratjara . .. Og ef þér finnst það skrambi dýrt þá skaltu bara muna hvað það er margt sem þéna má á þessum seðlabruna. Ég nefni bara morgunhósta og mæði og munnfýlu og önnur heimsins gæði. \ Ljúft er lofti að spilla, lungun tjöru fylla tjaratjara .. . Hjarta og æðar veikja, halt'áfram að reykja tjaratjara . .. Og ef þú missir matarlyst þá máttu vera glaður þá safnast fyrir sígarettum, sérðu það ei maður. Og aðra nagla elnnlg muntu spara því einkar vel í kistuna þær fara. Vísur tóbakspúkans Meðfylgjandi bragur er lagður í munn púkanum sem leikur ófagurt hlutverk í einni vinsælustu fræðslukvik- mynd Krabbameinsfélagsins Púki þessi gegnir sama hlutverki i myndinni og tóbaksauglýsmgar í raunveru- leikanum: reynir að gylla reykingarnar fyrir unglingum og fá þá til að reykja í visunum er hann reyndar berorðari en í myndinni og veruleikanum. Hofundur bragsins lætur ekki nafns síns getið. en hann bendir söngglóðu fólki á að syngja má vísurnar undir laginu ..Ryksugan á fullu'' bolla meö ís og smákökum, önnur helltu ávaxtadrykk í glös, og börnin fengu að bragða allt, enda höfðu þau aldrei fengið neitt þessu líkt. Fólkið var svo vingjarnlegt og gott við börnin, að þau urðu mjög leið, Þegar stóra klukkan sló sjö högg. ,,Hvað merkir þetta?" spurði Anna. ,,Að nú sé sólarupprás, og allir eigi að heilsa sólinni," svaraði lítil Kín- verjastúlka. Nú þustu allir Kínverjarnir út úr garðinum. Anna tók í höndina á Knúti til að týnast ekki, og svo hlupu þau ásamt nýju vinum sínum eftir götunni, sem lá að lítilli á, en yfir hana var lítil brú, og svo eftir ströndinni að hafinu. Þrír litlir Kínverjástrákar komu Qangandi í röð, sá fremsti klappaði saman lófunum, sá næsti flautaði og sá þriðji hélt á stöng með bréfljóskeri á, en það var ekki kveikt á Ijóskerinu. það minnti á stóra, marglita blööru. Á eftir fylgdi aliur skarinn, gem hafði verið í garðinum. Menn og konur, lítil börn og stór börn, Knútur og Anna, og allir klöppuðu saman lófunum, stöppuðu niður fótunum eða héldu á bréfblöðrum. Þau fóru niður hæðina og eftir brúnni, og um leið og litlu drengirnir þrír gengu yfir brúna kom sólin upp og Anna og Knútur fengu slíka ofbirtu í augun, að þau urðu að loka þeim andartak. „Liggið þið hérna sofandi, krakkar mínir — og blaðran er flogin;" sagði mamma og ýtti við þeim. Lítil, syfjuð systkini litu upp úr heyinu. Bandið hafði slitnað. Þau héldu í endann, en blaðran var horfin. „Við vorum í landi Kínverjanna;" sögðu þau og svo fékk mamma að heyra allt, sem fyrir þau hafði komið. ÆSKAN — Frestaðu því aldrei til morguns, sem þú getur gert í da

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.