Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 11

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 11
ISMir B orgarstjórinn I Andabæ var mjög áhyggjufullur. Það var mikið af hús- villtum köttum í borginni og allir hringdu til hans og kvörtuðu. Þetta 9ekk ekki lengur og því skrifaði borgarstjórinn til „Andabæjarblaðs" °9 auglýsti eftir kattaveiðara. Klunni ,as auglýsinguna og sótti strax um. Hann beið í ofvæni, en viku síðar var hringt frá borgarstjóranum og sagt: "það hefur enginn sótt um nema þér, hr. Klunni — svo að þér fáið starfið s®ni kattaveiðari." Klunni fékk stöng með neti á endanum til að veiða ketti í og bíl til að aka þeim á dýraspítalann, en þar fengu þeir mat og biðu eftir að gott fólk tæki þá að sér. Klunni hóf starfið hrifinn og glaður, en fyrst kom hann tll reiðrar konu. .,Það var tími til kominn að sjá yður!“ sagði hún reiðilega við Klunna, sem alls ekki hafði komist fyrr. ,,Gull- fiskarnir mínir fá engan frið fyrir stórum, gráum ketti, sem hangir fyrir utan búrið þeirra daginn út og inn. Af stað með yður!" Nýráðni kattaveiðarinn læddist yfir túnið að gullfiskabúrinu og þar sat stór, feitur, grár köttur. Klunni henti netinu yfir hann, en kötturinn var of skjótur í snúningum og forðaði sér bak við tré. Klunni fór bak við annað tré og tók upptrekkta mús úr vasanum. Hann dró hana upp og setti hana í grasið, en hún hljóp beint að gullfiskabúrinu. Þetta stóðst grái kötturinn ekki. Hann sá ekkert nema músina og skaust undan trénu, svo að það var auðvelt fyrir Klunna að fanga hann og setja inn í bílinn sinn. Klunna tókst að ná mörgum hús- villtum köttum um daginn og hann var þreyttur, þegar hann lagðist til hvíldar, en síminn hringdi um miðja nótt. Klunni var hálfsyfjaður, þegar hann tók símann, en hann var ekki lengi að vakna. „Komið strax á Andarungaveg 109 og náið í stóran kött, sem rífur niður ávaxtatrén mín og stelur mat úr glugganum.“ „Ég er að korna," sagði Klunni kattaveiðir og reyndi að þykjast vel vakandi. Hann sótti veiðinet sitt og ók heim til konunnar. Þaö heyrðust hrotur í garðinum. „Svo þú ert að lúra, kisunóra!" sagði Klunni. Hann stakk höndinni inn í runna og náði í rófu. „Skelfing ertu nú stór,“ muldraði Klunni. „Þú kemst ekki inn í bílinn minn. Hvað á ég að gera?“ Andartaki síðar vissi hann, hvað hann átti að gera. Hann átti að forða sér eins fljótt og hann gat, því að „kötturinn" urraði og tunglið kom út úr skýjunum, svo að Klunni sá, að hann hafði togað í skottið á tígrisdýri. Sem betur fer stóð hann við girðing- una að nágrannagarðinum. Girðingin var mjög há, en það voru dyr á henni, og Klunni skellti sér út um þær og lokaði á eftir sér. Það var op á stærð við undirskál á girðingunni og Klunni gat fylgst með tígrisdýrinu í gatinu. „Ég er kattaveiðari borgarinnar," sagði hann stundarhátt við sjálfan sig. „Tígrisdýr eru af kattaættinni, svo að ég get ekki verið þekktur fyrir að stinga af. Ég verð að veiða þetta hús- villta tígrisdýr, en hvernig fer ég að því?" Honum kom gott ráð í hug. Hann leysti snúru, sem haföi verið strengd milli trjánna og svo tók hann mjólkur- flösku, sem var á tröppunum. Hann hellti mjólkinni í stóra skál, sem var á svölunum — og setti skálina fyrir framan opið á girðingunni. Hann hlaut að geta bundið tígrisdýrið, ef hann gat lokkað það til sín með mjólkinni — því að tígrisdýr eru af kattaættinni og öllum köttum þykir góð mjólk. Gatið á girðingunni var hins vegar alltof lítið til að tígrisdýrið gæti stungið kollinum inn — en áður en Klunni gat litið umhverfis sig hafði tígrisdýrið stungið skottinu niður í mjólkina! Næst dró það að sér skottið og sleikti mjólkina af því. Tígrisdýrið var afar þyrst. Nú fékk Klunni bestu hugmynd, sem hann hafði nokkru sinni fengið. Hann var eldfljótur að binda hnút á skott tígrisdýrsins, þegar það stakk halanum aftur inn um gatið og þar meó hafði hann fangað dýrið, því að ekki gat það dregið skottið út með hnútnum á. Klunni hringdi í dýragarðinn og sagði: „Viljið þér koma strax á Andarungaveg 109 og sækja tígris- dýrið yðar. Svo vona ég, að þér borgið hr. Hansen á nr. 111 einn mjólkur- lítra.“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.