Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 23

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 23
SUNDKAPPINN MIKLI PALU SELUR EFTIR: EDW. WELLE-STRAND ÆSKAN — Verlð trygg, trú og skyldurækin taminn, aö hann kom upp á ströndina, þegar faöir Péturs greiddi netin. Hann vildi fá innvolsiö og át ótrúlega mikiö. Pétur var orðinn vanur selnum og því varö hann hræddur, þegar selurinn lá ekki á steininum sínum einn morguninn. Pabbi hans huggaði hann með því, aö selurinn heföi synt út til að afla sér fæðu, en Pétur gladdist ekki fyrr en hann sá sundkappann mikla liggja á klettinum. Þá klappaöi hann saman lófunum, og Palli hélt víst aö nú væri verið aö kalla á sig, því aö hann kom og fékk sér fiskbita . . . hjá pabba. Þú dekrar við hann, sagði pabbi, — bráðum nennir hann ekki að veiöa lengur. Þau áttu hvorki hund né kött, og selurinn varö því einskonar gæludýr. Hann elti Pétur á ströndinni, lagðist á þröskuldinn, þegar drengurinn var inni og gelti eins og hundur, þegar strákurinn kom út með fisk. Pétur var sífellt hrifnari og hrifnari af selnum. — Hann er einkavinur minn, hvíslaði hann og strauk á honum feldinn, en foreldrar Péturs urðu æ áhyggjufyllri. — Ég vona bara, að þetta fari ekki illa, muldraði pabbi Péturs. — Ég hef séð fullt af tannhvölum hér í ná- grenninu. Þá er úti um selinn . .. og Pétur tæki það sárt. Það var ekki háhyrningur, sem hremmdi Pál. Sund- kappinn mikli kom auga á lax í netinu og synti að honum. Hann flæktist inn í möskvana og slapp ekki þaðan. Pabbi sá strax um morguninn, hvað hafði komið fyrir. Hann minntist ekki á það við Pétur, en reri út með selinn og sökkti skrokknum. Næsta dag spurði Pétur um selinn sinn og hágrét, því að vinurinn lét ekki sjá sig. Foreldrarnir gátu naumast afborið að sjá Pétur svona hryggan, svo að faðir hans fór til lands og keypti handa honum hvolp. Það hýrnaði yfir Pétri, þegar hann sá, hvað hvolpurinn var fjörugur. Hann gleymdi aldrei Palla-sel, en hann lék sér við nýja félagann og kenndi honum ýmsar listir. “að bjó aðeins ein fjölskylda á litlu eynni í Norður-fs- ^afinu. Þar var hins vegar gnótt af æðarkollum, sem VerPtu á eynni. Þar ónáðaði enginn þær, og svo tamur vai"ð æðarfuglinn, að Pétur, einkabarnið, gat gengið að honum og strokið yfir bak hans, þegar hann lá á ^reiðrinu. Þó varð að vara sig á grágæsinni. Hún hvæsti e Pétur og kleip hann í leggina, ef hann gekk fram hjá henni. En Pétur átti aðra vini! Selkópur valtraði daglega að ströndinni. Hann settist þar á stóran stein og lét fara vel um sig f sólskininu. Pétur skírði hann „Palla-sel". Hann var voða dökkur á að sjá, en trýnið var Ijómandi hvítt. pétur sá kópinn synda með botni lengi, lengi eftir að ^ann varpaði sér til sunds. Þess vegna kallaði Pétur selinn „Sundkappann mikla'1. Selurinn var yfirleitt hjá litlu eynni og stundum leit hann UPP úr sjónum, þegar Pétur var á veiðum með föður sínurn. Hann er aö sníkja fisk, sagði faðir hans og henti til Selsins fiskbita, en selurinn var svo fljótur að grípa fiskinn, að hann náði honum áður en hann féll í hafið. Paðir Péturs var líka hrifinn af dýrum og fuglum. Hann syndi syni sínum, hvernig selurinn hreyfði höfuðið í Hlióðfalli við tónlistina. Loksins varð Palli-selur svo vel

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.