Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 24
I il er sú flugvél sem er sannarlega
einstök. Hún er sú eina sinnar gerðar
sem nokkru sinni hefur verið byggð
og henni var flogið af aðeins einum
manni. Hún skipar nú heiðurssess í
flugminjadeild Smithsonian safnsins,
og um þessar mundir vekur hún enn
meiri athygli en venjulega. Tilefnið er
nefnilega 50 ára afmæli flugs sem
markaði upphaf nýs tímabils í sögu
flugsins. Þetta merkilega flug var að
þakka áreiðanleik hinnar litlu flug-
vélar og færni og hugrekki mannsins
sem flaug henni.
Flugvélin er „Spirit of St. Louis"
sem byggð var á 60 dögum árið 1927
af Ryan Aeronautical Company í San
Diego í Kaliforníu. Þetta er eins-
hreyfils hávængja knúin 220 hestafla
Wright Whirlwind hreyfli.
Maðurinn var Charles Augustus
Lindbergh, fyrrverandi póstflug-
maður, sýningaflugmaður og ofur-
hugi sem hafði lifað af fjögur útstökk í
fallhlíf við hættulegar aðstæður. Þeg-
ar flugið hófst var hann höfuðsmaður
í heimavarnarliði Missourifylkis, en
skömmu á eftir var hann sæmdur
heiðursorðu þjóðþingsins.
Hinn minnisverði atburður, fyrsta
stanslausa flugið sem maður fór einn
síns liðs yfir Atlantshafið, átti sér stað
20.—21. maí 1927. Lindbergh og
„Spirit of St. Louis" fóru frá
Rooseveltvelli við New York og flugu
5760 kílómetra langa leið til Le
Bourgetvallar við París á 33 klukku-
stundum og 39 mínútum. Meðal-
hraðinn var 173 kílómetrar á klukku-
stund.
Á Le Bourgetvelli var Lindbergh
fagnað af mannfjölda sem virtist nær
viti sínu fjær, og næstu vikur var
Lindbergh hampað sem mestu hetju
síns tíma. Sú athygli sem hinn miklu
fögnuður vakti í Frakklandi, og út um
.;*»*•»*
'j '«S'' .
Llndbergh-hjónln vlð komuna tll Reykjavíkur árlð 1933.
íí5;tl
allan heim reyndar, hafði óvenjuleg
áhrif á framtíð flugsins, sérstök úr-
slitaáhrif má segja. Hin mikla
hógværð Lindberghs dró úr per-
sónufrægð hans sjálfs, enda hélt
hann því frarn að þaö hefði verið
áreiöanleiki flugvélarinnar sem vaeri
aðalástæðan fyrir því hversu vel tókst
til. Flugið sannaði, sagði hann, að
flugvélin getur flutt fólk til hvaða
staðar sem er á jörðinni. Fólk um allan
heim trúði þessum orðum hans og
flugið tók stórstökk fram á við og það
stærra en nokkurn hafði órað fyrir.
Flugið hafði svo sannarlega þörf
fyrir þá örvun sem flug Lindberghs
skapaði. Eftir heimsstyrjöldina fyrr*
tók flugið að vísu framförum, en not
þess í þágu alls almennings voru ekki
nógu útbreidd. í mörgum löndum var
unnið að því, m. a. með lögum og
reglugerðum, að búa íbúa þeirra
undir að taka flugvélina í þjónustu
þeirra, en eitthvað meira þurfti til. Fólk
var að vísu hrifið af fífldjörfum flug*
mönnum og methöfum alls konar, en
á þriðja áratugnum taldi fólk samt að
flugvélin væri hættuleg og óáreiðan-
legt farartæki, að flug væri hættulegf
frístundagaman ævintýramanna-
Lindbergh breytti þessari skoðun-
Eftir Atlantshafsflug hans kom alda
raunsæis, og menn gerðu sér þa^
Ijóst að flugvélin gæti verið hentug1
flutningatæki.
Atlantshafsflugið var þrungið Þvl
innihaldi sem fæðir af sér þjóðsögun
Flugið sjálft var auðvitað geysilegt af-
rek, en áhrif þess urðu enn mein
vegna þess sem á undan var gengiö
og á eftir kom.
Lindbergh var kappi í augum al-
mennings, en hann var líka litli karlinn
borið saman við hin stóru nöfn í heim'
flugsins á þessum tíma. Hóteleiganö'
inn Raymond Orteig hafði boðið f*'arn
25.000 dollara verðlaun fyrir fyrsta
stanslausa Atlantshafsflugið. Þetta
hafði vakið áhuga manna eins °9
René Foncks sem var einn mes{l
fluggarpur Frakka úr fyrri heimS'
styrjöldinni. Charles Nungessers.
sem var annar fluggarpur: Richard E
Byrds og Floyd Bennetts, sem höfð**
22