Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 22

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 22
KISA BRÝNIR KLÆRNAR /\llir, sem hafa haft ketti í kringum sig, þótt ekki sé nema nokkra daga, hafa séð þá taka sig til og hamast við að klóra í grófgerðan vefnað, gúmmímottur eða jafnvel hluti úr mjúkum viði. Er almennt sagt, að þeir séu aö brýna klærnar. Danskur dýrafræðingur, sem einnig lætur sig miklu skiþta öll dýraverndarmál, heitir Hans Hvass. Hann er víðkunnur um öll Norðurlönd sem merkur rithöfundur um dýrafræði og dýravernd. Hann hefur nýlega skrifað grein í Dýraverndarann danska, og með þeirri grein hans fylgir mynd sú, sem hér er nú birt. Hann segir í greininni, að hingað til hafi einkum tvær skoðanir verið ríkjandi um, í hvaða tilgangi kettir að- hefðust það, sem minnst er á hér að framan. Þær eru þessar: 1. Að kötturinn sé að brýna klær sínar. 2. Að hann sé að styrkja og þjálfa vöðva og sinar. Hið fyrra, sem sé ennþá almenn skoðun, sé hrein fjar- stæða, enda er það á|íka skynsamleg ályktun og ef ein- hver fyndi uþþ á því að segja, að eggjárn bíti best, þegar með því hefði verið skorið í sundur vaðmál, strigi eða gúmmí, en Hvass segir, að hið síðara sé sú skoðun, sem flestir dýrafræðingar hafi hallast að. Þegar kaffi er brennt, veröur það að nokkru leyti að kolum, en það er eðli kola að gleyþa í sig daunmiklar lofttegundir, og þess vegna getur brennt kaffi misst ilm sinn og bragð við að geymast. Möluðu kaffi er þó enn hættara við þessu, og skyldi það því ætíð geymt í loftheldum ílátum. ★ • ★ Rauðu blóðkornin eru að þvermáli rúmlega 6/1000 úr einum millimetra. Fjöldi þeirra er svo mikill, að talið er að 5 milljónir séu í hverjum teningsmillimetra blóös. Hvítu blóðkornin eru lítið eitt færri. Talið er, að í heilbrigðum manni séu þau 500 sinnum færri en rauðu blóðkornin. Rokoffs hefði án vitundar hans haft skipti á börnum, og sonur hennar gat verið hjá einhverjum vinum hennar í Lundúnum. Nóga vini átti hún þar, sem bæði vildu og gátu greitt hvað háa upphæð sem var í lausnargjald, væri þess krafist, til þess að sonur lávarðarins af Greystoke yrði látinn laus. Ötal sinnum hafði hún hugsað um þetta, og á ýmsa vegu, síðan Sveinn nóttina góðu á Kincaid, hafði lagt barnið í arma hennar, og hún um morguninn hafði séð, að hún átti það ekki. Þess oftar sem hún hugsaði um þetta, því kærari varð henni sá draumur, að Jack litli væri nú óhultur. Aldrei mátti Rússinn vita, að þetta var ekki hennar barn. Hún sá, að úti var um sig; — þegar Sveinn og maður hennar voru úr sögunni, vissi enginn af þeim, sem hefði getað og viljað hjálpa henni, hvar hennar var að leita. ,,Farðu!“ sagði hún við Rússann. „Farðu, og lof mér að vera Framhald. Nú hafi hins vegar mjög kunnur danskur lögfræðingur lagt svo skynsamlega til þessara mála, að vafalaust hafi hann rétt fyrir sér. Lögfræðingur þessi hafi löngum verið kattavinur, hafi hann fyrir skömmu tekið að velta því fyrir sér, hver geti verið tilgangur katta með því að gera það, sem al- mennt væri kallað að þeir brýndu klær sínar. Hann hafð' tekið eftir því, að kisa hans sæktist einkum eftir að brýna klærnar á gúmmímottu í baðherberginu. Hafi hann svo nýlega komist að því sanna, fundið á mottunni aftur oQ aftur, þegar kisa hafi nýlokið brýningu, eitt eða tvö kló- slíður. Tilgangur kisu með brýningunni sé því sá að los0 sig við gömul klóslíður, þegar undir þeim hafi vaxið ny- ÆSKAN — Allar reykingar eru mikill sóðaskapur /

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.