Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 47

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 47
 IHjartarlandi ríkja Hjarta- kóngur og Hjartadrottning og Þau eru ósköþ góð við þegnana sina. Einn sunnudag gaf drottning- in öllu fólkinu frí, svo að það gæti farið upp í Vatnsskóg, og hún sagði við hjartakónginn sinn: „Ég verð að matreiða sjálf I dag, Því að ég lofaði öllu fólkinu upp í ^atnsskóg. Hvað langar þig mest í að borða í dag?“ Hjartakóngurinn hugsaði sig um dálitla stund og svo sagði hann: „Heldurðu að þú gætir soðið sæt- súpu, með miklu af kirsuberjum og Plómum og bakað pönnukökur til sð hafa á eftir?" „Eins og ég geti það ekki,“ sagði hjartadrottningin og hló við, „nú skal ég byrja undir eins.“ Svo tók hún til óspilltra málanna. Hún setti á sig svuntu, til að hlífa rauða silkikjólnum sínum og setti ^ sig hvítar ermar utan yfir silki- ermarnar. Og svo fór hún fram ( eldhús. En meðan hjartadrottningin var í Þessum önnum gekk hjartakóngur- 'nn um milli herbergjanna ( höllinni og var alltaf að hlakka til að fá mat- inn. En þegar minnst varði stóð svo- litill snáði fyrir framan hann og hneigði sig. „Álfakóngurinn sendi mig og bað að spyrja hvort hjartakóngurinn og hjartadrottningin vildi ekki skreppa n'ieð mér snöggvast til Álfheima, sér til 9amans,“ sagði snáðinn. „Jú, ég hefði svei mér gaman af Því,“ sagði hjartakóngur. En svo ^ugsaði hann sig um. „Ja, það er að segja, ekki fyrr en ég hef feng- 'ð miðdegismatinn minn, því að ég er svo svangur, og konan mín lof- aði að baka handa mér pönnukök- Ur.“ „Pönnukökur? Það var svei mér heppilegt," sagði snáðinn. „Jæja, t>á hinkra ég bara við á meðan!“ Svo hneigði hann sig og hvarf, °9 hjartakóngurinn stóð þarna eftir °9 var á báðum áttum og skildi ekki almennilega í þessu. En allt ( Furðuleg pönnu- kaka einu heyrði hann glamur og læti neðan úr eldhúsinu og flýtti sér að hlaupa þangað. Hjartadrottningin hafði fyrir löngu lokið við að sjóða sætsúpuna og hrært jafninginn í pönnukökurnar, og nú tók hún jafninginn í sleif og hellti á pönnuna en bræddi smjör- klínu á henni áður. Kakan varð Ijós- brún að neðan og nú var bara að snúa henni við og drottningin lyfti pönnunni og ætlaði að kasta pönnu- kökunni upp og láta hana snúast ( loftinu, eins og fínir pönnuköku- bakarar gera. En hvað haldið þið nú að hafi skeð. Þegar hún þeytti pönnukök- unni þá kom hún ekki niður aftur. Hún sveif þarna um í loftinu og hélt áfram aö stækka og stækka, þang- að til hún var orðin eins og stærð- ar gólfábreiða! Drottningin varð svo hrædd, að hún missti pönnuna á gólfið, og það var glamrið, sem hjartakóngurinn heyrði. „Hvað gengur eiginlega á fyrir þér,“ elskan mín?“ sagði kóngur- inn þegar hann kom ofan í eldhús- ið og sá hjartadrottninguna sína standa þarna eins og flón og glápa á þessa risavöxnu pönnuköku, sem sveif fram og aftur um eldhúsið, uppi undir lofti. En þá heyrðist veik rödd og skræk: „Gerið svo vel og tylla ykkur á pönnukökuna. Eftir tvær mínútur er- um við komin til Álfheima." Þarna var litli snáðinn þá kom- inn og sat flötum beinum á pönnu- kökunni og brosti til kóngsins og drottningarinnar og bað þau um að koma til sín. „Ég er í gamla kjólnum mínum og er bæði með svuntu og hlífðar- errnar," sagði hjartadrottningin. „Það gerir ekkert t(l,“ svaraði snáðinn. „Álfadrottningin á dálítið, sem hún ætlar að gefa yðar há- tign.“ Jæja, hjartakónginn og hjarta- drottninguna langaði mikið til að fljúga til Álfalands á pönnuköku, og svo liðu þau af stað, langt langt í burt. Þau sáu ríkið sitt í órafjarlægð niður undan sér, en svo hvarf það og þau komu til Álfheima. Álfakonungshjónin buðu þau vel- komin og drottningin fór með hjarta- drottninguna inn í snyrtiherbergið sitt og þar lá dýrindis kjóll, með daggardropa á hverju blaði. Hann var eins og sniðinn á hjartadrottn- inguna, og nú var hún eins fín og fólk átti að vera í hirðveislum hjá ,álfunum. Ég hef ekki tíma til að segja ykk- ur hvernig þau skemmtu sér eða hvað þau fengu að borða, en þér er óhætt að trúa því, að það var ekki til að fúlsa við, því að veisla eins og þessi er ekki haldin nema einu sinni á öld. En undir morgun flaug pönnukak- an heim aftur og síðan hvarf hún. Hjartadrottningin hefur margsinnis reynt að búa sér til galdrapönnu- köku síðan, en henni hefur aldrei tekist það. En þið gætuð reynt þetta, í næsta skipti sem hún mamma ykkar bak- ar pönnukökur. 45

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.