Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 48
I dag ætla ég að segja ykkur sögu,
en ekki þó af góða fólkinu og vondu
bófunum, sem þið hafið víst heyrt svo
mikið sagt frá. Og ekki heldur af
indíánunum, því að þið hafiö sjálfsagt
heyrt svo margt um þá líka.
Indíánarnir eru nú flestir orðnir
ósköp skikkanlegir og friðsamir
menn, svo að það er ekki rétt að
hugsa sér þá eins og sögurnar sögðu
að þeir væru í gamla daga, þegar þeir
voru í herferðum og skutu örvum af
boga eða sveifluðu stríðsöxum sín-
um.
En þið skuluð nú samt ekki halda,
að það hafi verið eintómur friður í
stóra landinu með miklu sléttunum.
Þarna á sléttunum býr fólk, sem kann
margar spennandi sögur að segja af
lífinu í víðáttulandinu mikla.
Jæja, en nú er víst best að byrja á
sögunni — hún er alveg sönn, því að
litla stúlkan, hún Biddy, sagði mér
hana sjálf.
— Biddy! Biddy! kallaði Jack
Vernon, þegar hann kom auga á
rauða kjólinn hennar úti á sléttunni.
Hann gaf hesti sínum lausa taumana
og þeysti í áttina til hennar.
E'n Biddy staónæmdist ekki. Hún
gekk áfram og áfram og leit ekki einu
sinni við, þegar hann kallaði. Hvað
kom til? Börnin höfðu hingað til verið
bestu vinir.
Þau áttu heima hvort á sínum bæn-
um og þarna voru ekki önnur börn í
margra mílna fjarlægð — en nú vildi
hún ekki einu sinni tala við hann!
Innan skamms hafði hann náð
henni og nú spurði hann:
— Hvað gengur að þér, Biddy?
Hvers vegna viltu ekki tala við mig?
Hún nam staðar og leit kuldalega á
hann:
— Þú hefur víst heyrt, að hann
pabbi hefur misst stórhóp af skepn-
um!
— Það var einmitt það, sem ég
ætlaði að spyrja þig nánar um.
— Þegi þú bara, Jack. Ég veit svo
sem, að það eru vinnumennirnir hans
pabba þíns, sem hafa stolið skepn-
unum okkar. Það fannst hnífur, sem
hann pabbi þinn átti, í einni tröðinni.
Og ég vil ekki vera vinur stráks, sem á
þjóf fyrir pabba!
Og svo sagði hún ekki meira, en
sneri sér undan og hélt áfram. —
Jack varð fjúkandi vondur. Dirfðist
hún að segja að faðir hans og vinnu-
mennirnir hefðu stolið skepnum frá
honum pabba hennar? Það tók nú út
yfir allan þjófabálk — þess vegna var
best að ríða strax heim til pabba
hennar Biddy og útskýra þetta allt
fyrir honum. Annað var ekki hægt að
gera . . .
Eftir nokkra stund sneri hann hest-
inum og stefndi beint heim að bænum
hans Smiths, og þegar hann kom nær
sá hann að hliðinu var lokið upp • • •
og Biddy kom út úr húsagarðinum,
ríðandi fallega brúna hestinum, sem
hún hafði eignast fyrir skömmu.
Sá kunni nú að hlaupa! Jack gat
ekki stillt sig um að dást að honum —
en allt í einu skildist honum að hest-
urinn hljóp of hratt — þetta var ekki
allt með felldu — já, það leyndi sér
ekki, að hesturinn var að fælast undir
Biddy.
Jack brá við skjótt og hleypti á eftir
Biddy, en hann gat ekki náð þeirT1
brúna á sprettinum, hvernig sem
hann þandi gæðinginn sinn. Hann
stefndi áleiðis upp í dalkvos, þar sem
Jack hafði aldrei komið áður. Þar
voru snarbrattir klettar á báðar hlióar
og ískyggilegt að líta inn í kvosina-
Jack óx hugur þegar hann sá, að sa
brúni hafði oftekið sig og varfarinn að
þreytast, og nú hrópaði hann eins
hátt og hann gat:
— Fleygðu þér af honum undir
eins og þú finnur, að hann hægir a
sér. Fleygðu þér af iionum!
Biddy nafði heyrt til hans, því að nú
greip hún fyrsta hentuga augnablikið
og renndi sér af hestinum. Hann hljop
áfram og nú stóð hún þarna, litia
stúlkan í rauða kjólnum, á grundinm.
sem náði alla leið upp að klettunum-
— Þetta var heppni, nú er henm
borgið — ég get tekið hana og reitt
hana fyrir framan mig! hugsaði Jack
með sér, en svo fór hann að hlusta-
Hvaða undarlega hljóð var þetta?
Eitthvað færöist í áttina til þeirra
innan frá klettunum — jú, hann var
ekki í vafa um hvað það var! Biddý
hafði bjargast af hestinum, sem var
aö fælast, en nú var hún í tífalt mein