Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 15

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 15
Sonur Dvrlinasins“ Það er ef til vill ekki venjulegt að tala um að dýrlingar eigl börn — einhvern veginn virðist það ekki fara vel saman. Við birtum hér myndir af ungum manni, sem á að leika son Símons Templars — eða Dýrlingsins — eins og við könnumst helst við hann. Það á að fara að taka upp nýjan framhaldsþátt fyrir sjónvarp um þennan ^vintýramann, þ. e. a. s. nú á að yngja hann upp og hafnið á þáttunum á að vera „Sonur dýrlingsins". Roger Moore lék dýrlínginn í mörg ár, en svo fór hann í hlutverk njósnarans James Bonds 007, og þá þótti tilvalið að yngja dýrlinginn upp. Það er enski leikarinn lan Ogilvy, sem hefur tekið að sér aðalhlutverkið í þessum nýju þáttum. Þættirnir ku víst vera líkir þeim gömiu að efni til, en er það ekki bara ágætt? krók og kima. Loks hrópaði Úlla: — Skuggi. Skuggi, hvar ertu? Hún tók í ermina á Sveini. — Hvað var þetta, Sveinn? Þau hlustuðu bæði í ofvæni. þarna heyrðist ýlfur í fjarlægð. Úlla þaut inn í næstu geymslu. — Komdu með vasaljósið, Sveinn. Hann er hérna! Að innan heyrðu þau veikt ýlfur og krafs lítilla loppa. Hluti veggjarins hafði hrunið . . . en bak við sást stórt op, svo stórt, að börnin gátu staðið upprétt Þar inni. Þau litu forviða hvort á annað. — Leynistígurinn! sögðu þau samtímis. Nú var mikið á séyði. Úlla hélt á vasaljósinu mpðan Sveinn klifraði varlegayfir steinana og kom til baka með lítinn, svartan hvolp, sem sleikti hendur hans og flaðraði upp um hann af einskærri gleði. — Hann hefur klemmt sig, þegar veggurinn hrundi. . . pabbi og mamma Verða að hjálpa okkur, þó að við fáum skammir fyrir! Riis óðalsbóndi varð myrkur á svipinn, þegar börnin komu inn með ó- hreinan hvolp í fanginu, en hann varð svo önnum kafinn, þegar hann frétti, 3ð hvolpurinn hefði fundið leynistíginn, að hann steingleymdi að rífast. Á ^eðan hringdi frú Riis til dýralæknisins, sem kom og batt um brotinn fót ^volpsins. Hann var rétt að fara, þegar óðalsbóndinn kom Ijómandi af gleði UPP úr kjallaranum. Að hugsa sér, dýralæknir, litla flónið fann leynistíginn, Sem ég hef leitað að um árabil . . . Sveinn og Úlla verða víst að fá hundinn, sem þau hafa þrábeðið mig um. Börnin litu fyrst vantrúuð á föður sinn, en stukku svo upp um háls honum. Og það var vel hugsað um ,,Skugga“ meðan sár hans greru. Sæmileqt tímakaup Kvikmyndastjarnan . Marlon Brando hefur fengið greitt hæsta tímakaup sem um getur í sögu kvikmyndanna. Fyrir hlutverk sitt íkvikmyndinni „Superman“, sem tók 12 daga að mynda fékk hann greiddar rúmar 690 milljónir. Dá- gott tímakaup það.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.