Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 40
Garnendanum er stungið niður
um gatið og garnið látið mynda
lykkjur um prjónana.
Fyrst holaröu tappann að
innan, svo að í honum sé á að
giska 1 cm breitt gat, svo
seturðu títuprjónana í hann
að ofan, þannig að þeir myndi
Fyrsta lykkjan.
hring efst. Gættu þess að
hafa bilið milli prjónanna
jafnt. Þá getur verkið hafist.
Þú vefur garninu um einn
prjóninn, svo um þann næsta
o. s. frv. þangað til lykkja er
um hvern einasta prjón. Það
verður þó að vera svo mikiö
eftir af garninu, að endinn
standi niður úr gatinu á
tappanum.
Garnið er dregið gegnum fyrstu
lykkjuna og henni lyft af
prjóninum.
Það er haldið áfram að prjóna.
Nú seturðu hinn endann
fyrir framan fremsta títu-
prjóninn á ytri brúninni og
notar stoppumálina til að lyfta
lykkjunni, draga hana yfir
garnið og setja aftur á
prjóninn. Þá ertu með nýja
lykkju og hún er alveg eins og
prjónuð lykkja.
Á næsta títuprjóni er farið
eins að, o. s. frv. frá prjóni til
prjóns. Þegar búið er að
„prjóna“ eða „vefa“ á alla
prjónana fimm er dregið vel í
endann, sem hangir niður um
gatiö á tappanum. Svo kemur
næsta umferð og hún er alveg
eins.
Þegar þú hefur haldið
þessu áfram smástund og
ekki gleymt að toga vel í end-
ann, sem lafir niöur, ferðu að
sjá árangur erfiðisins.
T aumurirm kemur n'röur úr
tappanum. Hann er þéttur og
lítur út eins og hann sé
prjónaður — og það er hann
líka, þó að prjónar hafi ekki
veriö notaðir.
Ef þú ert orðin leið á fyrsta
litnum, eða garnið er búið,
geturðu skipt um lit eins oft og
þú vilt því að engin takmörk
eru sett því, hvað beislið má
vera marglitt. Þegar taumur-
inn er orðinn eins langur og
æskilegt er talið, er garnið
dregið gegnum allar
lykkjurnar fimm og það heitir
að fella af. Nú þarf að gera
lykkju á hvorn enda til að
stinga handleggjunum inn
Nú er beislið tilbúið.