Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 29
^veinn voru nú farþegar í. Snorri Þorfinnsson er ein þriggja
DC-8-63 þotanna sem Flugleiðir keyptu fyrir nokkru og ber
6inkennisstafina TF-FLB. Nú geystist hún áfram með yfir 900
^ hraða í átt til „Vínlands hins góða“ og spurning hvort ferð
Þeirra félaganna frá íslandi tæki ekki færri klukkutíma en það
,ók Leif Eiríksson vikur að sigla þessa leið í gamla daga. Flugið
,ré Keflavík til Chicago er venjulega um sex klukkustundir en
,lu9stjórinn sagði þeim að nú væri meðvindur og flugtíminn yrði
eitthvað skemmri.
þeim fannst dálítið undarlegt að sól var hátt á lofti. Það
^öldaði ekki þótt klukkan væri farin að ganga níu, en þeir flugu
Seni sagt í sólarátt og fylgdu tímanum. Aftur í farþegarýminu,
Sern var þéttskipað sem fyrr segir, önnuðust flugfreyjurnar fyrir-
9feiðslu við farþega og nú stóð til að bera fram kvöldverðinn.
^uðlaug Gunnarsdóttir var nr. eitt í þessu flugi en með henni
voru þær Guðrún Gunnarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Christel
^öorsteinsson og Sigrún Ólafsdóttir. Sú síðastnefnda var í sínu
fyrsta flugi til Chicago, enda hóf hún flugfreyjustörf nú í vor.
Brátt óku flugfreyjurnar vögnum eftir ganginum og það voru
Sn°r handtök við að útdeila matnum og leggja á borð. Þraut-
^iélfað lið sem hvergi fataðist. Þeir Einar og Sveinn fengu kók
°9 aðra gosdrykki að vild, en aðrir farþegar rósavín. Sumir
V||du heldur mjólk eða eitthvað annað, allt var við höndina. Eftir
^ðtinn fóru þeir á stjá f flugvélinni, skoðuðu sig um aftur í og
lé‘u tímann líða. Grímur hafði blöð meðferðis og þeir sökktu sér
n'ður f alls konar fínar sögur, bæði í Æskunni og dönskum
stammtiritum, eins og Daffy og Andrés önd.
p|ugstjórinn tilkynnti að nú væri aðeins eftir klukkutíma flug
fii Chicago. Michiganvatnið var framundan og hann færði far-
^e9unum þær fréttir að í Chicago væri 27 stiga hiti og sólskin.
b°tt heitt og notalegt hafi verið á Norðfirði og Húsavík undan-
,arha daga þá fannst þeim félögum samt tilhlökkunarefni að
^0rna í svo mikinn hita og ennfremur að sjá heimsborgina. Nú
Var spurning um hvort flugvélin yrði að bíða lendingar því há-
''Öisdagur var í Bandaríkjunum þennan dag og mikil flugumferð
a Þessum tíma dags. En heppnin var með og Snorri Þorfinnsson
^°mst á lokastefnu án nokkurra tafa. Flugvélin snerti völlinn og
hú
voru þeir félagar lentir á amerískri grund í fyrsta sinn.
. Það vartöluverður akstur að flugstöðinni en síðan var gengið
lí1n- Á leiðinni gengu þeir framhjá mörgum flugvélum, stórum
°9 smáum í öllum regnbogans litum og með mörgum merkjum
Sem þeir höfðu aldrei séð. Á leiðinni vestur höfðu þeir hitt
°Usie Thorarensen sem lengi hefur starfað á skrifstofu Loft-
eiöa og síðar Flugleiða í Chicago. Hún sagði þeim ýmislegt um
borgina enda öllum hnútum kunnug, hefur búið þar í yfir 20 ár.
Inni hittu þeir líka Gunnar Odd Sigurðsson stöövarstjóra. Hann
kom einmitt til þeirra í þann mund er þeir voru á leiðinni í
gegnum útlendingaeftirlitið. Vingjarnleg stúlka, embættis-
maður Bandaríkjaforseta óskaði þeim göðrar dvalar og brosti
til drengjanna. Það var dálítil bið að komast gegnum tollinn, en
það tókst um síðir og síðan var ekið áleiðis til Hotel Sheraton,
sem stendur í hjarta borgarinnar.
Nú var klukkan orðin langt gengin í eitt að nóttu að íslenskum
Svelnn og Einar Már vlð frægt minnismerkl sem lýsir atrlði úr sögu
Bandaríkjanna.