Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 9

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 9
Hann ætlaði alls ekki að lofa þeim að skoða ofan í körfuna strax, en þær voru svo forvitnar og ákafar, að hann gat ekki haldið í hana lengur. Og þegar þær horfðu °fan í körfuna, urðu þær svo undrandi, að þær gátu fyrst ekki sagt eitt einasta orð, en horfðu bara með opinn ^unninn á pabba sinn. — Hvað, gu-u-ull. ..! stömuðu þær næstum því stirðnaðar af undrun, og fóru fyrst gætilega með tingurna niður í körfuna. En svo slepptu þær sér alveg, tóku lófafylli sína af peningunum, dönsuðu um gólfiö og ^rópuðu hvor í kapp við aðra: — Moni, Moni, — komdu og sjáðu, fljótur, fljótur. . . dvergurinn kom eins og skopparakringla inn í stofuna, og þegar hann sá gullið, varð hann næstum því ehnþá minni og hjólbeinóttari af einskærri undrun. Svo tóku systurnar báðar í hendurnar á pabba sínum og óönsuðu með hann um gólfið, þangað til gamli maðurinn var alveg að því kominn að springa úr mæði. — Svona, svona, telpur mínar, sagði hann, þegar ^ann hafði loks jafnað sig, setjist þið nú hérna við borðið °9 ég skal segja ykkur allt af létta um gullið. En hlustið Þið nú vel! — Ó, hrópaði Kolbrún, hugsið ykkur alla nýju kjólana °9 allar perlufestarnar, sem ég get keypt fyrir svona aiikið gull! — Nei, systir mín, sagði þá Dagbjört við hana. — Fyrst af öliu kaupum við nýjan bát og ný net handa pabba, svo að hann geti farið út á mitt vatnið aö veiða. — Svona, svona, telpur mínar, hlustið þið nú á það, sem ég ætla aö segja. En þær voru nú líka orðnar meir en lítið forvitnar að vifa, hvernig hann hefði náð í allt þetta gull, og reyndu nú a^ Þegja, á meðan hann sagði þeim alla söguna. Fyrst sagði hann þeim frá því, þegar A konungssonur til hans niðri við vatnið, og svo, þegar hann fór með Þonum heim og fékk ávexti og vín, og síðast um gullið og Þau skilyrði, sem hann hafði gengið að. ~~ Og sjáið þið nú til, stúlkur mínar, sagði hann. — A ^nungssonur er glæsilegur ungur maður, og það er fiarskalega einmanalegt fyrir hann að vera þarna uppi í ^iettahöllinni, svo að hann langar til þess að kvænast ,a|iegri stúlku. Þess vegna lofaði ég honum því, er hann 9af mér gullið, að hann skyldi fá aðra af dætrum mínum fii konu. Verðið þið nú að segja til um, hVað ykkur finnst Ufn þessa ráöagerð, því að þótt mér þyki sárt að önnur Vkkar fari að heiman, þá er gott að vita af henni hér í nalægðinni, gifta góðum og göfugum manni. kolbrún varð fyrri til að svara og sagði: — Ég hef nú aldrei heyrt það fyrr, að nokkur maður ^iti bara A, og ég trúi því alls ekki, að þetta sé neinn ^onungssonur. Að minnsta kosti vil ég ekki giftast 6|hhverjum manni, sem heitir svona skrýtnu nafni og á J?ar að auki heima lengst uppi í fjöllum. ... og sátu þær hátt uppl í klettunum, þar sem sá vítt yflr. En Dagbjört systir hennar sat lengi hugsi og velti þessu fyrir sér. Loks sagði hún: — Ef pabbi segir, að þetta sé góður og fallegur maður, trúi ég því hiklaust. Og ef við getum keypt nýjan bát og nýtt net handa pabba og ný föt á ykkur og Mona litla og alltaf haft nóg að bíta og brenna, vil ég gjarnan giftast honum. — Ég vissi það strax, telpa mín, sagði faðir hennar, að þú mundir taka þessu skynsamlega, því aö þú gætir aldrei fengið fallegri né göfugri mann. Var nú glatt á hjalla, allt keypt í búið, sem þurfti, rétt eins og komin væru jól, og var Moni sendur til A konungssonar að segja honum frá öllu. Hóf nú A konungssonur og allir hans menn mikinn undirbúning til veislunnar, og var allt það dregið að, sem best var hægt að fá, — góður matur, ávextir, drykkur og Ijúffengustu kökur. — Klettahöllin var prýdd eins og frekast mátti verða, ný klæði hengd um veggina og allt skreytt með blómum. Aldrei hafði höllin verið jafn skrautleg og hátíðleg og nú. Á brúðkaupsdaginn kom brúðurin sjálf, gamli fiski- maðurinn, Kolbrún og dvergurinn Moni og fjöldi af gestum, sem konungssonur hafði boðið. Sátu þá brúð- hjónin fyrir háborðinu í dýrustu klæðum, en borðað var af silfurdiskum og drukkið úr gullstaupum. Var leikið á hljóðfæri og dansmeyjar sýndu listir sínar, og voru allir á einu máli um það, að önnur eins veisla hefði aldrei verið haldin í öllu ríkinu. í veislunni var kona nokkur, sem hafði lengi verið ást- fangin af A konungssyni, en þegar hún frétti, að hann væri að kvænast Dagbjörtu, varð hún svo afbrýðisöm, aö hún vildi gera þeim allt illt, sem hún gat. Þegar gleð- skapurinn stóð sem hæst og allir voru í besta skapi, kallaði hún á dverginn Mona og gaf honum svo mikið vín, að hann varð ákaflega drukkinn. Og þegar hann var

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.