Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 7
Sá‘u þau brúðhjónln fyrir háborðinu í dýrustu klæðum. — Góðan daginn, gamli maður, hvernig gengur veiðin? Ó, minnstu ekki á það, sagði gamli maðurinn, n®stum því grátandi. — Ég er búinn að dorga hér dag eftir dag í marga daga, en fæ ekki eina einustu bröndu. ^9 veit satt að segja ekki, hvernig fer með mig og bless- aðar dæturnar mínar heima, því að nú hafa þær ekki fer>gið neitt að borða í fjóra daga. Og þegar ég veiði ®n9an fisk, getum við ekki heldur keypt neitt mjöl í brauð eða annað til matar. En báturinn minn er orðinn svo 9amalt skrifli, að ég kemst ekki lengur nógu langt út, og netgarmurinn minn er orðinn svo skelfing fúinn. Ó, já, ^ara að mér tækist nú að veiða eina eða tvær bröndur. ~~ Ég get ekki sett neinn fisk í netið þitt eða látið þig ^fa nýjan bát, því að ég er ekki göldróttur, sagði ^°nungssonurinn brosandi. — En ég er A konungssonui; °9 9et hjálpað þér á annan hátt, ef þú vilt þiggja það. Nú gat gamli maðurinn ekki lengur tára bundist, en fieygði sér á grúfu og sagði kjökrandi: ~~ Ó, yðar hátign, A konungssonur! Ég er þess ekki verðugur að þiggja neitt af yður. En ef þér gætuð hjálpað eisku dætrunum mínum, sem bíða matarlausar heima, væri ég innilega þakklátur. Fylgdu mér þá upp í klettahöllina mína, sagði kon- ungssonur, og svo héldu þeir af stað. Þeir gengu nú yfir mörg klettabelti og í gegnum dimma skóga, þangað til þeir komu loks að gífurlega stórum hellismunna, þar sem eldgamlir trjástofnar slöngvuðust hver um annan og mótuðu hinar kynlegustu myndir. Sumar voru eins og stór andlit, aðrar eins og fornkappar með hjálm og brynju, og sumar eins og kynjadýr með horn og klær. Gamli maðurinn varð hræddur við að fara inn í þennan . undarlega helli, og vildi helst snúa við, en konungs- sonurinn hughreysti hann og sagði, að ekkert væri að hræðast. Inni í hellismunnanum stóðu tveir af mönnum A konungssonar á verði og heilsuöu þeir gamla manninum svo vingjarnlega, að hann varð alveg ósmeykur og vissi nú, að hann var kominn í góðan félagsskap. Þegar inn kom í höllina var hún bæöi rúmmikil og björt, veggirnir voru tjaldaðir fögrum klæðum og á miðju gólfi í stórum klettasal stóð hásætisstóll A konungssonar. Bauð hann nú gamla manninum sæti við hliðina á sér og kallaði á einn dverginn, sem var í þjónustu hans, og lét hann færa þeim bæði ávexti og vín. Þegar þeir höfðu setið nokkra stund og gamli maður- inn hafði kastað mæðinni, sagði A konungssonur við dverginn:

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.