Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 17

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 17
S. Hurlock lögreglufulltrúi var í þann veginn aö sofna í lestinni, þegar dr. Walnuts kallaði til hans úr næsta klefa, en þar svaf Snapham yfirlögregluþjónn líka. — Hér er mál handa yöur, Hurlock! sagöi dr. Walnut. Ung kona, sem var í sama klefa og þeir, hafði verið rænd dýrmætu hálsmeni, sem hún hafði sett undir koddann, þegar hún fór að sofa. — Þetta gerðist allt í einu vetfangi, kjökraði stúlkan. — Eg vaknaði við, að skært Ijós skein framan í mig. Svartar, hanskaklæddar hendur toguðu í koddann minn og tóku hálsmenið, sem ég hafði sett undir hann. Ég reyndi að 9npa þjófinn, en mér tókst aðeins að slá vasaljósið úr höndum hans. — Þetta er gamaldags vasaljós, sagði lögreglu- fulltrúinn, þegar hann hafði litið á Ijósið. — En rafhlaðan er ný. Ég tek það með mér. — Er hálsmenið tryggt? spurði hann. — Já, svaraði frú Cracker, — en það er mér ómetan- le9t tilfinningalega séð. — Við verðum að hugsa málið, sagði fulltrúinn og leit á lestarvörðinn, sem var kominn á staðinn. — Það er ekkert hægt að gera fyrr en við komum á stöðina í fyrra- málið. Hurlock virtist sofa vært klukkustund síðar og bæði dr. Walnut og Snapham hrutu hátt, en Hurlock spratt á fætur, þegar lestarvörðurinn kom inn í klefann hans. — Þér eruð tekinn fastur! sagði hann við lestar- vörðinn. — Komdu með handjárnin, Snapham! Hvað ætlaði lestarvörðurinn að sækja og hvað vakti grunsemdir Hurlocks? jsueq i>(9S ^sigeuues geoi jecj 60 umunQO|LUBJ e njOA nec) ‘n*|?(s nujsojieseA 9 jsnpunj jo*bj6u!í ui.6ue qb ‘uujQJOAjejsai jnáj suieu m !>|>|e jACj jba qbc| — jnQomjej ujn !jdj>|s uueg jeöecj ‘ujnunpuog e b>|subij !>|>|e uujjnjofcj íqjbli ‘QjA jsofq >|00|jn|-| 60 su|3 QisofiesBA ef>|æs qb jba uuunQjOAJB}se-| Nmsnvn Þetta loforð gladdi býflugurnar, og þær sögðu ætt- in9jum sínum, vespunum og geitungunum frá loforði Wakonda. Þrem dögum síöar fóru býflugurnar aftur á staðinn, þar Sem þær áttu að hitta Wakonda, og geitungarnir og Vespurnar fylgdu þeim. Andinn mikli varð undrandi á að sJá félaga býflugnanna. Hann var ekki viss um, hvað hann ætti að gera, því vespurnar og geitungarnir höfðu ekki á sér jafn gott orð fyrir iðni og sparnað og býflug- Urnar. Þess vegna spurði hann þær ýtarlega um vinnu Öeirra. Býflugurnar voru ekki lengur áhyggjufullar og ó- Sr>aBgðar, því þær treystu loforði Andans mikla, og þess Vegna sögðu þær Wakonda ýmislegt fallegt um ættingja sína. Wakonda sneri sér nú að býflugunum og sag§i: .,Mér geðjast vel að ykkur, því þið eruð iðnar. Þið vinnið á sumrin og búið ykkur undir veturinn. Þið eruð ekkert líkar lötu engisprettunni, sem leikur sér alla daga í Sumarsólinni. Vegna þess að þið vinnið svona vel, þá skal ég láta ykkur í té vopn, sem heldur fuglunum og ^ýrunum í hæfilegri fjarlægð." Síðan gaf hann býflugunum brodd, og vegna þess að ðeitungarnir og vespurnar voru í fylgd með þeim, þá fengu þau líka brodd. Býflugurnar og félagar þeirra þökkuðu Wakonda inni- ^69a fyrir þessa góðu gjöf hans. Vegna örlætis Wakonda þurftu býflugurnar ekki lengur að leita að felustað fyrir kúpurnar sínar. Þær gátu nú valið sér háa, hola trjástofna til að geyma í hunangið sitt, þar sem voru stórir kvistir, sem þær gætu haft fyrir inngang. Þarna gátu þær fyllt allar geymslur sínar af hunangi. Birnirnir gáfust ekki svona auðveldlega upp. Brátt fundu þeir býflugnatrén og klifruðu upp í þau. Þeir stungu loppunum inn um gættina og ætluðu að krækja sér í sælgætið, sem býflugurnar geymdu þar. En nú gátu býflugurnar varið sig. Þær stungu gráðuga birnina beint í nefið, og þegar oddhvass broddurinn stakkst í gegnum húðina, öskruðu birnirnir af reiði og ótta. Fyrst voru þeir ruglaðir og hissa og reyndu að berjast við býflugurnar. Þegar hinar býflugurnar heyrðu urrið í björnunum, flykktust þær að og tóku þátt í viðureigninni. Þær stungu birnina af mikilli grimmd, og að lokum flýðu þeir öskrandi af sársauka og reiði og fengu ekkert hunang. Allt frá þessum degi fær hver sú skepna, sem ekki getur séð býflugurnar í friði, að kenna á broddinum þeirra! Þegar Andinn mikli hafði þannig skapað jörðina, og allt, sem á henni er, þá langaði hann til þess að einhver byggi á jörðinni og væri þar hamingjusamur. Hann sneri sér þess vegna að óæðri anda, sem hafði aðstoðað hann við verk hans, og sagði: Framhald.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.