Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 31

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 31
 ^ichjgan Avenue en síðan eftir Lake Shore Drive sem liggur e|nnig meðfram vatnsbakkanum. það þykir máske mörgum undarlegt að í Michiganvatni skuli Vera afbragðs laxveiöi og algengt að þar veiðist 12 til 20 laxar á s»öng á dag og það eru engir smáfiskar. Þeim ferðafélögunum fannst mikið til um allan gróðurinn og reyndar allt umhverfi ^inhiganvatnsins, sem er fagurt. Borgin er mjög hrein miðað Vlð aðrar stórborgir, og þótt Chicago hafi fengið á sig leiðindaorð um það leyti sem Al Capone og félagar voru hvað Urnsvifamestir, þá þykir fólki gott að búa í þessari borg og hún hefur ýmsa kosti umfram aðrar af svipaðri stærð. Þeir sáu sfórar baðstrendur, og ofar voru garðar með mörgum gos- ^unnum. Enn vöktu samt háhýsin hvað mesta athygli. í k°r9arhverfinu ,,The Loop“, sem er í hjarta borgarinnar og þar Serr> allar áttir deilast, var heldur þröngt, en hér utar var rýmið n°9 og allt hreinlegt og skemmtilegt. ^eðrið var gott, en samt bjuggust innfæddir við þrumuveðri S|Ödegis. Það fannst þeim Sveini frá Norðfirði og Einar Má frá ifúsavík ágætis tilbreyting, enda ekki á hverjum degi sem slíkt sJónarspil ber fyrir augu. Annað sem þeir félagar ræddu saman v°ru kvikmyndahúsin, sem eru mörg og vel auglýst. ( einu var sÝnd kvikmynd um Muhammad Ali með honum sjálfum í aðal- i'intverki. Marina-turnarnir, sem áður er getið og stórhýsi sem J°seph heitinn Kennedy forseti átti, en nú tilheyra Kennedy- ^ffinni, vakti athygli. Þetta er stærsta hús í Bandaríkjunum í 6,nkaeign. ( því starfa 30 þús. manns, en þar eru skrifstofur og syningarsalir sem aðallega sýna húsgagnaframleiðslu. ^Qgustaðir í Chicaao þeir óku framhjá húsinu sem Abraham Lincoln var valinn í til arnboðs við forsetakosningar. Þetta hús stendur enn og er Varðveitt vegna þessa atburðar. Þeir sáu Sears-turninn sem er 110 hæðir og hæsta hús í heimi. í þessu eina húsi er nægur Slr»a- og rafmagnsvír til þess að ná allt í kringum hnöttinn. Og neir komu að stað þar sem Chicago-bruninn mikli 1871 byrjaði. ^a9an segir að kvöld eitt er kona var að mjólka kúna sína hafi .vrin sparkað í olíulukt viö básinn. Við það kviknaði í hálminum ' f^ásnum og heyi. Eldurinn breiddist ört út og brátt urðu næstu Us alelda. Um 300 manns fórust í eldsvoðanum sem stóð í ^Ða daga og yfir 100 þúsund manns urðu heimilislausir. Eftir f>afa farið framhjá mörgum frægum byggingum og húsum °mu þeir loks að húsi því er undirheimakóngurinn Al Capone i° i meðan veldi hans var sem mest í Chicago. Tvö stór hótel a,ði hann á sínum snærum og þar bjuggu skuggalegir piltar Se,Tl hann hafði í þjónustu sinni. Frá öllu þessu sagði leið- Su9umaðurinn og það markverðasta var jafnóðum þýtt fyrir . röalangana frá Húsavík og Norðfirði. Þeir sáu fallegar bygg- 'n9ar frá því um aldamót, sumar í kastalastíl. Víða voru hesthús aðstaða til geymslu lystikerra, því þessi hús voru byggð fyrir a9a bilaaldarinnar. JB/MM Fyrlr framan söluskrlfstofu Loftlelða á Mlchlgan Avenue. Á myndlnni eru (talln f.v.) Loulse Thorarensen, sem sá um undlr- búning heimsóknarinnar í Chicago, Grímur Engilberts ritstjóri, Einar Már og Svelnn. Chicagoborg hefur verið endurbyggð að hluta. Þar sem áður voru verstu hverfi borgarinnar rísa nú falleg fjölbýlishús. Þeir óku eftir breiðstræti sem skírt hefur verið eftir Martin Luther King, sem var ráðinn af dögum fyrir nokkrum árum. Þetta er nýr og fallegur vegur, sem vel hæfir minningu þessa mæta manns. Utan við Chicago byggðu ríkir Bretar hverfi sem síðan heitir Hyde Park-hverfið. Þetta gerðist um síðustu aldamót. Verslunargatan hefur staðið svo til óbreytt frá þessum tíma og minnir á gamla góða daga og mikið ríkidæmi vissra manna. Annars hefur forn frægð hverfisins dvínað og ný býr mikið af fátækara fólki í þessu hverfi sem áður var þekkt fyrir auðlegð. Hérna skammt frá eru höfuðstöðvar Múhameðstrúarmanna í Bandaríkjunum. Þar sáu þeir Einar Már og Sveinn hús Muhammad Alis. Hann bjó þar með annarri konu sinni, en nú eru þau skilin, sagði leiðsögumaðurinn. Samt sem áður kemur hann hingað öðru hverju og þá safnast fólk að húsinu, og venjulega býður hann öllum inn sem langar til að sjá hvernig hann býr, og bílstjórinn okkar sagði að hann væri mjög vin- gjarnlegur maður og góður viðtals. Og í þessu húsi og öðrum í nágrenninu hafa þeir arineld á vetrum og húsin sjást varla fyrir fallegum trjágróðri. Hér hlýtur að vera gott að búa. Háskólinn í Chicago stendur í þessu hverfi. Hann var stofnaður 1890 og meira en 35 Nóbelsverðlaunahafar eru starfandi við þennan háskóla og einn prófessor fyrir hverja 10 nemendur. Hérna voru gerðar merkar uppfinningar í kjarn- eðlisfræði árið 1942. Háskólasvæðið er mjög stórt. Þar eru stór tún og grasfletir og garðar og byggingar fallegar og vel þirtar. Framhald.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.