Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 41

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 41
— : • ■; f&W- Sfp '' 'Jr' ~, T',v W- íslenskur hestur Á flótta í Noregi í norska blaðinu Fremtiden segir frá ævintýri íslensks góðhests, Sleipnis, sem Oslóarbúi einn keypti frá íslandi á ca. 10.000 n. kr. Þannig er mál með vexti, að lögreglu- maður nokkur í sveitum Noregs fann hestinn ómerktan og eftirlitslausan á þjóðvegi í Noregi og tók hann í geymslu á meðan eigandans var leitað. Augljóst er að hesturinn hefur ekki kunnað við sig í Noregi, a. m. k. ekki hjá eiganda sínum, Oslóarbúanum. Hafði hann strokið og verið eina 14 daga á flakki í Noregi, Þegar lögreglumaðurinn fann hann og setti í girðingu. En ekki tók þá betra við, því hesturinn strauk aftur, og undruðust Norðmenn vit Sleipnis, því úr girðingunni komst hann ekki án þess aö opna þar til gert hlið. Hesturinn fannst þó aftur stuttu síðar og eigandi hans kom þá einnig í leitirnar. Vonandi helst Norðmönnum betur á innfluttum hestum sínum í framtíðinni og augljóslega þurfa þeir að taka meira mið af vitsmunum íslenska hestakynsins. Sleipnir í öruggum höndum. unnar Það hafa borist margar óskir til blaðsins að koma á teiknisam- keppni fyrir lesendurna. Við höfum nú ákveðið að hleypa slíkri keppni af stað. — Sendið okkur teikningar ykkar af öllu, sem þið viljið færa á blað. Myndirnar mega vera svart-hvitar eða í lit. — Verðlaun fyrir bestu mynd verða 1500 kr., önnur verð- laun verða 1000 kr. og þriðju verðlaun verða 500 kr. — Byrjið nú öll að teikna og sendið blaðinu árangurinn. Myndirnar þurfa að hafa komið til okkar fyrir 1. desember næstkomandi. Utaná- skrift: Teiknisamkeppni Æsk-

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.