Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 12

Æskan - 01.10.1977, Blaðsíða 12
Þegar Einstein var beöinn að út- skýra afstæðiskenninguna og hann áleit að áheyrendur sínir hefðu ekki nægilega þakkingu til að bera, svo að þeir gætu skilið hana, var hann vanur að segja eftirfarandi sögu: Maður nokkur gekk eftir veginum og leiddi blindan mann við hönd sér. — Þegar við komum til bæjarins, skulum við fá okkur glas af mjólk, sagði maðurinn með sjónina. — Hvernig lítur mjólk út? spuröi blindi maðurinn. — Hún er hvít, sagði hinn. — Hvað þýðir það? spurði sá blindi og botnaði ekki í neinu. ^ — Það er sami litur og á svaninum. — En ég hef aldrei séð svan, sagði hinn ógæfusami maður. — Svanur er fugl með boginn háls. — Nú fer ég að skilja, svaraði blindi maðurinn. — Ég veit hvað fugl er og ég veit hvað háls er. En hvað þýðir boginn? — Þreifaðu á handleggnum á mér, sagði sá með sjónina: — Nú er hann beinn og nú beygi ég hann. Þá varð blindi maðurinn glaður og sagði: — Loksins. Loksins veit ég hvernig mjólk lítur út! Frímerkjasafnarar! Sendið mér 75 eða fleiri notuð íslensk frí- merki og þið fáið í skiptum fjórum sinnum fleiri mismunandi útlend frímerki. Páll Gunnlaugsson Veisuseli Fnjóskadal 601 Akureyri ft hafa sést kýr í fjósum sem huldufólk hefur átt og á stundum margar. Það var einu sinni að bóndi fór í fjós sitt á einum bæ er ég man ei nafn, en þetta var á Vestfjörðum. Þá hann kom í fjósið sá hann að grá kýr stóð á flórnum; hann sá að hann átti ei kúna. Bítur hann þá í eyrað á henni svo úr blæðir; varð kýrin svo hans því hún fór ei burt úr fjósinu. Um nóttina dreymdi konu hans að henni þótti kona til sín koma, og segjá- ,,llla gjörði bóndi þinn að marka kú mína sér til eignar þar eð ég er nú bjargar' laus fyrir mig og börn mín þar ég átti ei aðra kú er mjólkað hefði í vetur, en Þ'n skal hann þó njóta að honum skal ei mein að verða, þó með þeim hætti, að hann gefi mér einn hlut af skipi sínu í vetur hvert sinn er hann rær til kross* messu og láti hann vera út af fyrir sig óslægðan, en ég skal hann láta saekja- Þessu játar konan. ,,Líka vil ég fá kálfinn undan kúnni þá hún ber," segir huldukonan; því játar og hin, fer hún síðan á burt. Konan segir manni sínum <ra samtali huldukonunnar og sín í svefninum og biður hann að bregða ei út af Pvl er hún sagðist lofað hafa, ,,að hún skyldi hafa einn hlutinn hjá þér, þegar Þu rærð, til krossmessu óslægöan." — Bóndi lofar þessu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.