Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 14

Æskan - 01.01.1984, Qupperneq 14
Um þessar mundir er barnastúk- an Kvistur nr. 170 sex ára. Hún var stofnuð 6. nóvember 1977 og er ein 28 starfandi barnastúkna á landinu. í 98 ár hafa barnastúkur verið til hér á landi. Þær eru barna- deildir í félagsskap templara. Félagsskapur templara - Góð- templarareglan á sér stærri draum og göfugri hugsjón en það eitt að vinna gegn neyslu áfengis og ann- arra fíkniefna. Draumurinn er líka að allir menn á jörðinni megi lifa sam- an í friði og kærleika. Þannig náum við kannski einna bestum árangri í baráttunni við vímuefnin, óvininn sem rífur niður og skemmir alla heilbrigða hugsun og dómgreind. Einnig vekur hann traust í mann- legum samskiptum. Krakkarnir í Kvisti vilja leggja bindindishugsjóninni lið. - Æskan heimsótti þá á fyrsta stúkufundi vetrarins í október og tók nokkra tali. GOÐUR ANDI Annan hvern föstudag yfir vetrarmánuðina heldur Kvistur fund. Þennan dag voru 38 krakkar saman komnir. Það var glatt á hjalla þegar okkur bar að garði og krakkarnir sungu hástöfum „Vi ár barn pá samma jord“ undir stjórn Rebekku söngstjóra. Þeir setja það ekkert fyrir sig þótt textarnir séu á öðru tungumáli enda sum þeirra farin að lesa Norðurlandamál í skól- anum. Á þessum fundi var sungið, glímt við gátur, farið í leiki og sitt- hvað fleira gert. Við tókum Ingibjörgu Ás- geirsdóttur tali en hún er vara- templar í Kvisti. Varatemplar er varaformaður stúkunnar en foringi hennar nefnist æðstitemplar. Ingi- björg er 13 ára og hún hefur verið í Kvisti frá stofnun hans. Við spurð- um hana hvernig hún kynni við sig. „Mér finnst mjög gaman í Kvisti," 14

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.