Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 10

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 10
Ovænt heim- sókn eftir Hrefnu Grímsdóttur Það var nokkrum dögum fyrir jól. Byrjað var að snjóa úti og það var kalt í veðri. Þó að fullorðna fólkið hefði von- ast til að það yrði snjólaust aðeins leng- ur, eða svona fram að 22. desember, fannst mér gott að byrjaði svona snemma að snjóa. Þá þóttist ég viss um að það yrðu hvít jól. Eins og flest fimm ára böm fór ég oft út að leika mér. Þennan dag var ég úti ásamt mörgum öðrum krökkum. Allt í einu fór einn af stóru strákun- um að gera grín að jólasveininum og segja að hann væri ekki til. Ég varð al- veg hoppandi vitlaus og ætlaði að segja mömmu og pabba frá þessum asna og lygara. Ég sagði við strákinn: „Hver heldur þú eiginlega að setji í skóinn? Guð eða hvað?“ Strákurinn ætlaði að springa úr hlátri. Ég fann að ég mundi ráðast á hann þar sem hann lá þarna skellihlæj- andi á götunni ef ég færi ekki heim núna. Ég hljóp af stað heim og hann kallaði á eftir mér að auðvitað væru það mamma og pabbi sem settu í skó- inn. Ég fann tárin koma í augun og hljóp beint heim til mömmu og pabba til að segja þeim frá þessum ljóta strák sem hafði logið að mér. Mamma og pabbi reyndu að telja mér trú um að strákurinn væri svo 5 óþekkur að jólasveinninn kæmi ekki til 'f ;j hans. Þau sögðu að strákurinn væri öf- f £ undsjúkur og að hann stríddi mér þess i j; vegna. Ég var nú á báðum áttum hvort j: £ ég ætti að trúa á jólasveininn. Það var loks á aðfangadagskvöld að ; ég varð viss um að jólasveinninn væri j til. í; Við mamma, pabbi og litla systir mín f. áttum heima í litlu fallegu raðhúsi. Við » vomm búin að borða jólamatinn og | mamma og pabbi vom að þvo upp :j inni í eldhúsi meðan ég og litla systir £ mín fengum að opna fyrstu pakkana. r Amma (sem var hjá okkur um jólin) var að gæta okkar. * Þá heyrðum við allt í einu að það j var verið að hringja útidyrabjöllunni. ‘i Amma stökk á fætur og kallaði: „Ég skal opna.“ 2 Þið gætuð ekki ímyndað ykkur svip- í inn á ömmu þegar hún opnaði fyrir •j sjálfum jólasveininum sem kom æð- i andi inn í stofu. Hún stirðnaði upp og i hljóp síðan inn í eldhús og sagði við j j mömmu og pabba. I I! „Það er jólasveinn inni í stofu.“ £ Mamma og pabbi þutu fram og sáu !: i jólasveininn vera að gefa okkur systr- {■ unum sælgætispoka. Þau gengu til jj 'i hans og klöppuðu létt á öxlina á hon- í j um. Síðan sögðu þau: £ í „Gætir þú aðeins talað við okkur hér 'J frammi á gangi?“ Þegar mamma og pabbi komu aftur inn í stofuna voru þau skellihlæjandi: „Hvar er jólasveinninn?“ spurði ég forvitin. „Hann þurfti að fara í fleiri hús að gefa fleiri krökkum gott,“ svöruðu þau. Núna var ég loksins viss um að jóla- sveinninn væri til. Hann hafði meira að segja komið í heimsókn til mín á að- fangadagskvöld. j, Það var ekki fyrr en mörgum árum Sj seinna að ég fékk að vita ástæðuna fyr- jj ir komu jólasveinsins. Fólkið í næsta 2 húsi hafði pantað hann til að gleðja j krakkana sína. En aumingja jólasveinn- | inn hafði villst og komið í óvænta heimsókn til okkar. Þó að þessi heimsókn skipti ekki miklu máli fyrir aðra í fjölskyldunni hafði hún þau áhrif á mig að enn þann dag í dag á jólasveinninn dálítið rúm i hjarta mínu. Hver veit nema að einhvers staðar i fjöUunum búi litlir jólasveinar sem biða með óþreyju eftir næstu jólum! (Sagan hlaut aukaverðlaun í samkeppn* Æskunnar og Bamaútvarpsins 1988) 10 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.