Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 12

Æskan - 01.12.1989, Side 12
Jólaballið Það voru að koma jól! Erlendur Páll var búinn að vera á kafi í prófum og hlakkaði mikið til jólafrísins. Hann ætlaði að sofa út hvern einasta dag og þegar hann vaknaði ætlaði hann að lesa sögubækur og leika sér. Hann skyldi ekki opna skólatöskuna allt jólafríið. Hann stóð inni á baði og var að prófa nýjar greiðslur fyrir jólaballið. Ef hann klessti nógu miklu af froðunni hennar mömmu sinnar í hárið gat hann greitt upp, ef hann tæki líka hlaupið og bætti því við froðuna varð hárið eins og gler. Svo prófaði hann að greiða allt fram og skipta í miðju. . . Þá varð hann eins og stríðsglæpamennirnir úr seinni heimstyrjöldinni . . . Hann gat líka skipt í öðrum vanganum og orðið eins og amerísk kvikmyndastjarna frá því í gamla daga . . . Hurðin rakst í hann þegar Pési bróðir hans datt inn í baðherbergið. - Ái, hvæsti Erlendur Páll, geturðu ekki passað hvar þú gengur? Jólasaga eftir Kristínu Steinsdóttur íi 1 i i 0 fí :5 / \ i í c, ■j i i i / ] f i í w 4 i r i 1 i [ i i - Hefurðu séð skóinn minn? spurði Pési og gáði á bakvið klósettið. Hann var sídettandi og allur plástraður. I dag hafði hann fengið einn stóran á ennið þegar hann datt fram af svölunum með jólatréð í fanginu. Hann hafði ekki ætlað að gera neitt bara aðeins finna hvað tréð væri þungt og sveifla því svolítið. Sem betur fór skemmdist tréð ekki en Pési sló hausnum í svo að fossblæddi. Þessi drengur er eins og hálfviti, hugsaði Erlendur Páll með sér og greiddi í miklum ákafa. En upphátt sagði hann: - Hvað heldurðu svo sem að skórinn þinn sé að gera hér inni? Kannski fara á klósettið? Pési hló ógurlega. Hann horfði með aðdáun í spegilinn nýjustu greiðsluna hans Erlends. - Ætlarðu á ballið? spurði Pési. - Auðvitað . . . Erlendur var óþolinmóður. Pési tók froðuna og klíndi í hárið á sér. Mest fór framan í hann og á plásturinn. - Má ég koma með? spurði hann. - Ertu vitlaus? Erlendur reif af honum froðuna. - Svona slepptu! - Drífið ykkur í háttinn, krakkar, kallaði mamma. Hún var að baka tertubotna frammi eldhúsi. Lyktin var dásamleg. 12 Æskan

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.