Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 13
- Ég finn ekki skóinn, æpti
Pési.
- Ég fann hann, ég fann
hann, kallaði Gróa litla. Hún
var bara þriggja ára. - Hann
var inni í búri.
Þau settu skóna sína hlið við
hlið í ganggluggann sem sneri
út að götunni.
- Hvað eruð þið að draslast
með þessa skó? Þið trúið þó
ekki á jólasveininn?
- Auðvitað . . .
- Bjánar eruð þið. Hann er
ekki til, hélt Erlendur Páll
áfram.
- Víst er hann til . . . Er það
ekki? Pési var óöruggur.
- Hann gefur mér alltaf í
skóinn af því að ég er svo
dugleg. Ég skeindi mig sjálf í
dag . . . sagði Gróa.
- Smábarn! Það er bara
mamma . . . byrjaði Erlendur
Páll.
En nú byrjaði Gróa að grenja
og æddi inn í eldhús til
mömmu. Mamma var reið og
pabbi var enn þá reiðari. Hann
var að basla við að setja upp
jólaútiljósin og það slokknaði
alltaf á þeim. Pabbi var alltaf
ægilega geðvondur þegar hann
setti upp ljósin en enn þá verri
þegar hann setti jólatréð á
fótinn á Þorláksmessu. Þá
hann alveg vitlaus í skapinu og
enginn þorði að koma nálægt
honum.
Gróa var hætt að grenja og
farin að bursta tennumar en
mamma var enn þá reið á
svipinn. Jólasveinninn . . . eins
og trúi nokkur almennilegur
maður á hann. En svona var
þetta alltaf ef maður ætlaði að
reyna að ala þessi litlu systkini
pínulítið upp . . .
Hann var reiður og þreif skó
litlu krakkanna og henti þeim í
gólfið. Gróa fór aftur að grenja
og mamma kom hlaupandi.
- Af hverju læturðu svona í
dag, Erlendur Páll? spurði hún.
- Ég er leiður á þessum
ösnum og ég hendi næst
skónum þeirra út um gluggann,
argaði hann og var næstum því
farinn að skæla eins og Gróa.
- Ég SKAL setia binn
- Ef þú gerir það þá lem ég
þig . . . hvæsti Erlendur Páll.
Það var einkennilega lítil
umferð á götunni og allt svo
dimmt. Erlendur Páll flýtti sér
eins og hann gat upp í skóla.
Allt í einu heyrði hann þungt
fótatak fyrir aftan sig. Hann leit
við. Hvað var nú þetta? Hann
herti gönguna sem mest hann
mátti, leit aftur við . . .
Æskan 13