Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1989, Side 26

Æskan - 01.12.1989, Side 26
Nöfn bifreidategunda Kæra Æska! Eg sendi þér tvær þrautir: Þekkið þið nöfn þriggja bílateg- unda sem byrja á F og tveggja sem byrja á M og T? Reynið að finna lausn á þessu: XOIX. Ég vil líka gjarna eignast stúlkur að pennavinum. Atli Kristjánsson 11 ára, Furugrund 28, 200 Kópavogi. Þakka þér fyrir þrautirnar, Atli. Þegar lesendur hafa reynt að leysa úr þeim geta þeir litið á bls. 78 til að athuga hvort svarið sé rétt. Kæra Æska! Ég er mikill aðdáandi Madonnu og yrði fegin ef veggmynd eða límmiði með mynd af henni fylgdi Æskunni á næstunni. Ég sendi líka þrjár gátur: 1. Hvað er hægt að finna í tómum vasa? 2. Hvort eru páskar fyrir eða eftir jól? 3. Hvað getur mús dregið jafnauð- veldlega og fíll? Dísa. Svör við gátum eru birt á bls. 78. Líkur aukast á því að veggmynd af Madonnu berist aðdáendum - og öðrum áskrifendum Æskunnar - snemma á nœsta ári. Bréf frá Kalifomíu Kæra Æska! Ég heiti Hulda María Stefánsdóttir og á heima í Kaliformu. Ég fluttist þangað frá Grindavík fyrir tveimur og hálfu ári. Hér er ágætt að vera, heitt í veðri og rignir sjaldan. Mig langar samt alltaf meira til þess að vera á íslandi þar sem allir vinirnir og skyldfólkið eru. Ég á bandaríska vinkonu sem lang- ar til þess að eignast að pennavinum íslenska stráka á aldrinum 13-14 ára. Póstfang hennar er: Heather Swansson, 400 Montclair Rd., Los Gatos, Ca. 95030, U.S.A. Heather (Heiður) er 13 ára. Áhuga- mál hennar eru hafnabolti, hestar, skíðaferðir á vatni og í snjó, strand- ferðir og margt fleira. Sjálfa langar mig til að skrifast á við stráka á aldrinum 13-15 ára. Áhugamál mín eru skíðaferðir, ferða- lög, tungumál, langhlaup og margt fleira. Ég er að verða 14 ára. Þökk fyrir gott blað. Hulda María Stefánsdóttir, 225 E. Wood, Ct., Los Gatos, CA. 95030, U.S.A. Flogið með bréf til útlanda Kæra Æska! Mig langar til að spyrja þig nokk- urs: 1. Hvernig á að skrifa erlend heimil- isföng? 2. Hvað kostar undir bréf til útlanda? 3. I hvaða skóla þarf að fara til að geta orðið flugfreyja? Með fyrirfram þökk, Anna. Svar: 1. Eins og Hulda María gerir. (1 pennaviitadálkum eru einnig ýmis dœmi um póstáritun) 2. Gjöld fyrir bréf til Norðurlanda eru þau sömu og hér innanlands. Ollu meira þarf að greiða fyrir bréf til ann- arra Evrópulanda og enn meira fyrif bréf er lengra fara. Á pósthúsum er til skrá yfir burðargjöld. 3. Þeir sem ráðnir eru til flugfreyju- og flugþjónsstarfa - eftir að hafa tek- ið inngöngupróf og verið reyndir i viðtali af nefnd sem kannar hœfm umsœkjenda - fara í námskeið sem flugfélög efna til. Góð, almeiin menntun er nauðsynleg til að fá þeda starf. • 26 Æskan Ljósmynd: Guðmundur Viðarsson

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.