Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 30

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 30
Börn í Namibíu. Hjálparstofnun kirkjunnar biður fólk að styðja byggingu skólahúsa í hinu hrjáða landi. - Ljósm.: John Libenberg. Getum við eitthvað gert? „Milljónir barna fæðast í löndum þar sem er viðvar- andi næringarskortur, ófull- nægjandi heilsugæsla og litlir möguleikar til menntunar. Þurfa þau að gjalda þess hvar þau fæðast? Getum við eitt- hvað gert?“ Þannig spyr Sigríður Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Hjálparstofnunar kirkj- unnar, í ávarpi í tilefni Lands- söfnunarinnar „Brauð handa hungruðum heimi“. Hún segir einnig: „Við hjá Hjálparstofnun kirkjunnar vitum að við bætum ekki hag allra barna í þriðja heiminum en við getum lagt lóð á vogarskálina og fært sumum þeirra von um betra líf. Við vitum að með bættri heilsugæslu og betri menntun þeirra eiga þau von um bjartari framtíð. Þess vegna leggur Hjálparstofnun kirkjunnar áherslu á að velja verkefni þar sem bætt heilsa og menntun barna er í fyrrirúmi. Þetta eru verkefnin sem Hjálparstofnun kirkjunnar bið- ur þig að styðja: Sjúkraskýli í Voito-dalnum í Suður-Eþíópíu. Skólahús í Namibíu. Verkmenntaskóli í Wollo-hér- aði í norðurhluta Eþíópíu. Fjárstuðningur til menntunar barna í Tamil Nadu-héraði á Suður-lndlandi.“ Gleði gjafarans í tilefni landssöfnunarinnar ávarpar Biskup íslands, Ólafur Skúlason, þjóðina. I ávarpinu segir hann: ....Og enn er leitað til okkar, til þjóðarinnar allrar um stuðning við þá sem megna ekki að hjálpa sér sjálfir. Allir varðveita mynd í huga sér af litlu barni sem haldið er upp að fagurlýstu jólatré svo að það njóti betur fegurðarinnar. Þessi söfnun styrkir arma til að lyfta börnum mót framtíð sem annars væri dökk og ógnandi. Söfnunin breytir ekki öllu en hún gerir sitt til að lýsa upp einhvern hluta hins mikla myrkurs sem hörmungar og hungur halda sorglega mörgum í. Skerfur okkar, framlag okk- ar, veitir líka aðventunni ríku- legri möguleika fyrir okkur sjálf til að njóta hátíðarinnar svo sem vert er. Framlag okk- ar lyftir litlu barni mót birtunni og veitir nýja möguleika. Ég þakka því gefendum, barnanna vegna, en líka þeirra sjálfra vegna sem gefa. Af því að það rennur saman þakklæti þiggjandans og gleði gjafarans." Unglingar í kirkjunni syngja söngva frá Suður-Afríku Á útgáfudegi þessa jólablaðs Æskunnar, 10. desember, hélt Hjálparstofnun kirkjunnar guðsþjónustu í Langholtskirkju. Hún var tengd landssöfnuninni. Unglingar í Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkur- prófastsdæmi (ÆSKR) tóku þátt í henni og sungu söngva frá Suður-Afríku en þar ríkir aðskilnaðarstefna, eins og í Namibíu. Orðið aðskilnaðar-stefna er notað af því að reynt er að skilja hvíta, svarta og aðra kyn- þætti að. Hvítir menn eru mjög fáir í þessum löndum en ráða samt nánast öllu. Blökku- menn berjast fyrir jafnrétti, cg vilja til að mynda fá að ganga jafnlengi í skóla og hvítir menn en það hafa fáir þeirra fengið. Margir svertingjanna eru fá- tækir og vinna auk þess fyrir lægra kaupi en hvítir menn. ^ Á kóræfingu í Langholtskirkju. Unglingar í Æskulýðssambandi kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmi 30 Æskan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.