Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 43

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 43
„Hjarta mitt segir mér að þú sért fal- leg og ég trúi því,“ sagði prinsinn. Er þau komu að rótum Blátinds sneri Björt sér við og veifaði og sagði: „Ég vona að dvergarnir mínir hafi séð okkur. Mér sýnist þeir standa á syllunni. Þá sjá þeir að allt hefur geng- ið vel.“ í konungshöllinni var mikið um að vera. Maður hafði riðið í hlað á löður- sveittum hesti. Hann hneigði sig fyrir konungi og sagði að mikil undur hefðu gerst, Svartiskógur væri nú orðinn grænn. Konungurinn spratt á fætur. Svartiskógur orðinn grænn! Þá hlaut illvætturin að vera sigruð. Hann kallaði á þjóna sína og bað þá um að spenna hesta fyrir konungsvagninn. Hann sjálfur og drottning hans ætluðu að fara út að Svartaskógi. Það hafði kviknað vonarneisti í brjóstum þeirra um að Ómar prins væri enn á lífi. Er þau komu þangað blasti undur- fagur skógurinn við augum þeirra. Þau sáu hvar hópur manna kom gangandi frá Blátindi. Allir voru þeir hálfskrítnir í klæðaburði. Sá sem fyrstur fór var Jarmis, kennari Ómars prins. „Herra konungur!“ hrópaði hann glaður. „Við flytjum þér þau góðu tíð- indi að við höfum fundið Ómar prins. Hann er hér á eftir okkur.“ Það var mikill fagnaðarfundur er konungur og drotming föðmuðu son sinn að sér. „Förum heim og við skulum gleðjast því að sonur minn sem var týndur er nú fundinn. Allir þið sem hafið mætt sömu örlögum; komið!“ Hann skipaði þjónum sínum að kunngjöra hvað gerst hafði. Konungurinn bauð syni sínum að stíga upp í vagninn. Ómar gekk til Bjartar og lyfti henni upp í vagninn. Konungi og drottningu brá er þau sáu hana. „Hver er þetta?“ spurði konungur hvasst. „Faðir minn,“ sagði Ómar prins svo hátt að allir mættu heyra. „Þessari stúlku eigum við og öll þjóðin það að þakka að við getum glaðst í dag.“ Var nú ekið til hallarinnar og efnt til mikillar veislu. Fólkið streymdi að og mörg gleðitár runnu niður kinnar ætt- ingja og vina er þeir gátu faðmað týnda syni og frændur. Björt ætlaði að hlaupa til foreldra sinna en Ómar prins aftraði henni. „Björt mín, bíddu aðeins.“ Hann var hræddur um að þau brygð- ust við eins og bróðir hennar. Hann vildi ekki að hún yrði særð því að nú fann hann hvað honum þótti vænt um hana. Hann fann alltaf, er hann snart festina sem lá í vasa hans, meiri og meiri kærleika til hennar. Sannarlega var þetta „kærleiksband“. Er veislan stóð sem hæst talaði Ómar til veislugestanna. Hann þakkaði öllum er lagt höfðu líf sitt í hættu fyrir sig. „Hér“, bætti hann við og tók í hönd Bjartar, „sjáið þið konuefni mitt, brúði mína.“ Undrunarkliður fór um salinn og konungur og drottning reistu sig til hálfs eins og þau ætluðu að mótmæla. En Ómar bandaði til þeirra hendinni og veslings Björt reyndi að slíta sig lausa úr hendi hans. „Lofaðu mér að fara,“ stundi hún. „Nei, Björt, þar sem ég er þar ert þú.“ Síðan sagði hann frá því sem blóm- álfarnir höfðu hvíslað í eyru hans. „Já þetta er Björt sem fór að leita bróður síns. Hún fórnaði öllu, fegurð sinni, gullna hárinu og lit augna sinna. Allt var þetta af kærleika gefið.“ Nú heilsuðu foreldrar hennar henni og bróðir hennar bað hana að fyrirgefa sér ljótu orðin. Viku seinna var efnt til brúðkaups. Það var ekki hægt að segja að konung- ur og drottning væru ánægð. Þau hefðu kosið fallegri brúði syni sínum til handa. Er Ómar prins leiddi brúði sína inn í veislusalinn vorkenndu gestimir honum. „Hann hefði ekki þurft að giftast henni,“ hvíslaði fólkið. En Ómar var glaður og hamingju- samur. Hann vissi að hjarta Bjartar var fagurt. Hann tók upp festina og sýndi gestunum. „Hér sjáið þið kærleiksbandið og hér sjáið þið fegurð konu minnar.“ Um leið lét hann festina um háls Bjartar og samstundis breyttist hún. Fyrir framan hann stóð hin fegursta kona. Gullnir lokkar féllu niður um háls hennar og augun urðu fagurblá. Undrunarkliður fór um allan salinn. Björt leit niður á hendur sínar og sá gullið hár sitt. Hún var orðin falleg aft- ur. „Mér þykir vænt um þetta þín vegna,“ sagði hún. „En mér þykir vænt um að ég elsk- aði þig áður en þú varðst falleg,“ svar- aði Ómar prins. Svo leiddust þau út í garðinn. Er þau gengu milli blómanna flugu Linda og Dís upp á axlir þeirra og hvísluðu: „Til hamingju!“ Sögulok. Æskan 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.