Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 47

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 47
gamall. Not eru mest fyrir tveggja hæöa vagna þar sem margt fólk er saman komið á litlu landsvæði." Hvað starfa margir hjá S.V.R.? „Tvö hundruð og fimmtán manns.“ Hvað starfa margir vagnstjórar hjá ykkur? „Þeir eru eitt hundrað þrjátíu og fimm.“ 1 Ferðast einhver ákveðinn aldurs- | hópur mest með Strætisvögnum | Reykjavíkur? | „Farþegar eru á öllum aldri en börn og | unglingar nota vagnana mest.“ | Eru börn og unglingar góðir far- | þegar? | „Langsamlega flest börn og unglingar | Hver tekur ákvörðun um hvaða | skólanemendur fá strætisvagna- 1 miða? Hvernig er skipting hverf- I anna ákveðin? Í „Forstöðumenn skólamála í borginni Í taka ákvarðanir um þetta og ákveðnar Í reglur eru í gildi um fjarlægðir milli heim- | ila og skóla, það er 1.5 km. fjarlægð, loft- lína. Nemendur, sem flytja en sækja í gamla skólann sinn áfram, fá miða aðra leiðina." Hvað eru gefnir margir strætis- vagnamiðar í skólana á þessum vetri? Er ekki dýrt að gefa miðana? „Það voru um 460 þúsund miðar á síð- asta ári. Skólarnir greiða vögnunum fyrir þessa miða af því fé sem þeim er ætlað til rekstrar.” Hvað kostaði að ferðast með strætisvagni árið 1931? „Fargjaldið var mismunandi eftir því hve langt var ekið, ýmist 10 eða 15 aurar, en 5-10 aurar fyrir börn.“ Hvað kostar það núna? „Núna er fargjaldið fyrir börn 10.70 krónur ef keyptir eru 28 farmiðar á 300 krónur en 16 krónur ef borgað er með peningum í vagninum. Ef fullorðnir kaupa farmiðaspjöld á 1000 krónur með 26 far- miðum, kostar hvert far 38 krónur og 50 aura en þeir greiða annars 55 krónur. Þeir sem eru orðnir 67 ára fá helmings af- slátt á farmiðum." Má fara með dýr inn í strætis- vagna? „Það er miðað við að ekki sé verið með dýr í vögnunum þó að gera megi undantekningar með gæludýr sem flytja þarf milli staða, svo sem gullfiska ef vel er um þá búið.“ Hvað eru margir strætisvagnar í notkun núna? „Sjötíu og einn.“ Hvenær var leiðakerfi fyrst tekið í notkun? Hvernig er það útbúið? Hverjir ákveða í hvaða hverfi vagn- arnir fara og hvar þeir stansa á leið- inni? „Fljótlega eftir að Strætisvagnar Reykjavíkur hf. hófu starfsemi 1931 urðu leiðirnar sex. Núverandi leiðakerfi er að stofni frá 1970 en hefur tekið þó nokkr- um breytingum síðan. Þegar leiðir eru valdar og biðstöðvar settar upp er tillit tekið til fjölmargra atriða. Reynt er að hafa gönguleiðir að heimilum, vinnustöð- Líkan af fyrsta strætisvagninum í Reykjavík. um, skólum, verslunum og ýmsum þjón- ustustofnunum sem skemmstar. Vagnarnir aka í öll hverfi í borginni, oftast á 15 mín- útna fresti (20 mín. á sumrin) og í stærstu hverfin er ekið eftir fleiri en einni leið. Starfsmenn SVR stinga upp á breytingum á leiðakerfi en stjórn SVR ákveður endan- lega hvaða breytingar eru gerðar.“ Hvað aka strætisvagnarnir í margar klukkustundir á dag? Hvað eru það margar klukkustundir á ári? Hve marga kílómetra má áætla að vagnarnir aki allir samtals? „Vagnarnir aka mislengi að deginum. Sumir aka frá kl. 7 á morgnana til 19 á kvöldin, aðrir frá sjö á morgnana til mið- nættis og aðrir oftast til kl. I eftir mið- nætti. Vagnarnir aka 4.4 milljónir kíló- metra árlega samtals. Það jafngildir því að hver vagn aki um 62 þúsund kílómetra á ári að jafnaði. Þessi vegalengd samsvarar því að hver vagn aki I 1/2 sinnum um- hverfis jörðina árlega." Hversu margir unnu hjá SVR í upphafi? Hversu margir vagnar voru í notkun þá og hvert óku þeir? „Hjá SVR unnu í upphafi tólf manns en þeim fjölgaði fljótt. Þá voru vagnar sex og sex leiðir, það er úr miðbænum að eftir- töldum stöðum: Kleppi, Rafstöð, Skerja- firði, Seltjarnarnesi, Vesturbæ og Foss- vogi.“ | eru fyrirmyndar farþegar. Því er hins veg- 1 | ar ekki að leyna að stundum er krotað í | | vagnana og sæti skemmd en Ijóst er að | 1 þetta gera einungis sárafáir einstaklingar. | I Strætisvagnarnir óska eftir góðri sam- § | vinnu við alla farþega enda eru vagnarnir í | | eigu borgarbúa sjálfra." | | Hvaða reglur gilda í strætisvögn- | | um? | „I vögnunum gilda ákveðnar umgengn- § | isreglur. Neysla á ís, gosdrykkjum, pyls- § | um, poppkorni og þess háttar er ekki | 1 heimiluð. Farþegar verða að gæta þess að | | hafa ekki það meðferðis sem veldur óþrif- | f um eða slysahætta stafar af og sýna tillits- | \ semi til dæmis með því að heimila þeim I \ sæti sem átt geta erfitt með að standa. I | Góð regla er að hafa fargjald tilbúið þegar § | vagninn kemur. Það flýtir fyrir.“ \ Er erfitt fyrir strætisvagna að 1 | halda áætlun? | „Bílum hefur fjölgað mjög í borginni á | I undanförnum árum og er nú svo komið 1 § að á annatímum myndast raðir á götunum. 1 | Þó að margir bílstjórar hliðri til fyrir | I vögnunum þá verða þeir óneitanlega | \ stundum fyrir töfum.“ i Æskan 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.