Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 65

Æskan - 01.12.1989, Blaðsíða 65
að eiga þar heima á sumrin. Mér fannst sumarveðrið ferskt og gott. Hér í North- port verður svo rosalega heitt á sumrin að við krakkarnir getum ekki verið mikið úti við. Á Islandi heimsótti ég marga ættingja mína. í Reykjavík dvöldumst við hjá ömmusystur okkar, Herdísi Jónsdóttur, og manni hennar Gunnari Biering. Við heimsóttum líka ættingja okkar á Akur- eyri, Rönnu Ingvarsdóttur og Eirík Sveins- son. Við eigum rúmlega 20 nána íslenska ættingja. Við ferðuðumst dálítið um landið, fór- 1 um til Mývatns, í Námaskarð og á Þing- 1 velli. Ég fór á hestbak og fannst það mjög l gaman. Einnig var gaman að koma í úti- I sundlaugarnar. Ég verð aftur á móti að | segja að mér fannst mjög dýrt að versla á i íslandi." (Það er mjög ódýrt að versla í i Alabama. Innskot blm.) - Hefur amma ykkar sagt ykkur mikið frá íslandi? „Aðeins lítillega. Mamma hefur sagt i okkur meira.“ i Kristína bætti við að heima hjá ömmu | hennar í Minnesóta væri regla að þau syst- § kinin segðu „takk fyrir matinn!" á ís- f lensku. Þau kunna ekki mörg fleiri íslensk f orð. Hún getur líka sagt: „Nei, já, ekki, i einn, tveir, þrír, amma, mamma, afi“ á ís- f lensku. 1 En finnst Kristínu tungumálin ólík? f „Nei. Þau hljóma svipað í mínum eyr- f um þó að ég skilji ekkert í öðru málinu,“ i svarar hún. | Kristína fær 3ja mánaða sumarleyfi frá f skólanum - eins og íslensk skólabörn. f Hún sinnir þá áhugamálunum mikið, synd- f ir talsvert og fer í ferðalög með fjölskyldu | sinni. í fyrra fór hún til New Orleans i (stórborg í næsta fylki við Alabama), einn- | ig í Disneyland á Florída. Auk sunds og f ferðalaga hefur hún mikinn áhuga á steina- f söfnun. Á sumrin er boðið upp á nám- f skeið í skólanum þar sem nemendur geta i gert margt skemmtilegt. í fyrra valdi | Kristína að læra um steinasöfnun og f landafræði. Skólinn hefst á nýjar>4eik á f haustin. í fyrra var hún með 23 til 32 f nemendum í bekk - eftir því um hvaða f námsgreinar var að ræða. Hún er ekki i enn búin að gera upp hug sinn um fram- i tíðarstarf, segist hafa nógan tíma til þess. i Áður en ég sneri mér að bróður henn- 1 ar spurði ég hana hvort hún héldi að ís- f iensk og bandarísk börn væru ólík. „Nei, ekki held ég það,“ svaraði hún. f „Ég býst við að við höfum svipuð áhuga- f mál þó að við tölum sitt tungumálið hvor. f Svo erum við kristinnar trúar!" i Vill verða vísindamaður Páll Jón Visscher fæddist 24. apríl 1979 í Tuscaloosa (bæirnir Tuscaloosa og Northport liggja saman, svipað og Reykja- vík-Kópavogur) og hann hefur því átt heima á þessum slóðum frá fæðingu. Aðal- áhugamál hans eru söfnun mynda af körfu- knattleiksliðum, körfuboltaleikur og skátastarf. Einnig finnst honum gaman að synda og vera í sumarskólanum. Þar gefst honum tækifæri til að kynna sér betur ýmis áhugasvið undir leiðsögn kennara. í fyrra fór hann með bekknum sínum til Japans til að læra teikningu. Honum fannst það stórkostleg ferð. Páll Jón getur hugs- að sér að verða „einhvers konar“ vísinda- maður í framtíðinni enda finnst honum skemmtilegast að læra um slíka hluti í skól- anum. Sagnfræðin heillar hann líka. Eink- anlega hefur hann gaman af því að fræðast um Indíána og landkönnuði. íslandsferð fjölskyldunnar berst í tal. Hvað fannst honum um hana? „Mér fannst gaman að koma þangað,“ svarar hann að bragði. „Ég hafði ekki fremur en Kristína séð íslenska ættingja mína áður. Ég var mjög hrifinn af landslag- inu, það er stórbrotið og fallegt. Við fór- um að sjá Goðafoss og húsið Höfða þar sem Reagan, forseti minn, og Gorbasjov hittust. Áður en ég kom til landsins vissi ég að víkingar hefðu numið þar land og líka að þar væri mjög kalt.“ Kvöldið leið hratt og það var mikið spjallað. Foreldrarnir tóku annað veifið þátt í umræðunni. Þegar blaðamaður hafði spurt börnin í þaula og talið sig hafa feng- ið nóg í stutta grein slíðraði hann penn- ann. Því næst var honum boðið upp á glæsilegar veitingar á heimilinu. Hann mætti bandarískri (og íslenskri ?) gestrisni eins og hún gerist best. Heimsókn þessi varð vísir að nánari kynnum við fjölskyld- una. Hann átti eftir að koma nokkrum sinnum til hennar og þiggja góðgerðir á meðan hann dvaldist í Northport. En áður en hann kvaddi þetta kvöld spurði hann þau Kristínu og Pál að því hvort þeim fyndist þau vera íslendingar að einhverju leyti. „Já, svolítið - vegna þess að mamma okkar fæddist þar og amrna," svöruðu þau um hæl. Og þegar blaðamaður ók frá húsinu stuttu seinna og inn í heitt kvöldmyrkrið ómaði þetta svar enn í höfði hans. Honum fannst hann hafa dottið niður á góð loka- orð - og því mál að skrifum linni. - Eðvarð Ingólfsson Frá Northport - í nágrenni viö heimiii Páls Jóns og Kristínu Maríu. Æskan 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.