Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1989, Page 66

Æskan - 01.12.1989, Page 66
Erfvtt dð vera V\tX\ mús eftir Signýju 5igtryggsdóttur. Músafjölskyldan hafði ákveðið að flytj- ast í hænsnakofann til Fúsa frænda. Kötturinn sat sífellt um músapabba og mömmu og þau gátu ekki lengur sótt sér mat. . . Eftir tvo daga var músapabbi orðinn svo hress að það var ákveðið að hefjast handa við flutningana. Fúsi fór fyrst en því næst kom músapabbi með eitt barnanna, þá músamamma með annað og þannig fóru þau hverja ferðina eftir aðra. Allt gekk vel og þau komust heilu og höldnu. I hænsnakofanum virtist allt vera eins og vant var en ef vel var að gáð mátti sjá músafjölskylduna laumast þar um og hverfa inn í litla músaholu undir varpstallinum. Það var þröng á þingi niðri í hol- unni; hver þvældist um annan og músabörnin voru bæði þreytt og spennt. „Mamma, hvar eigum við að sofa, það er svo þröngt hérna?“ tautaði Gutti sem alltaf hafði orð fyrir hinum stóra barnahóp. „Svona, svona, verið nú aðeins róleg, börn! Við þurfum að hvfla okkur litla 66 Æskan stund og síðan skulum við athuga hvar hver á að sofa.“ Með móðurlegri umhyggju fékk músamamma litlu angana sína til að setjast í eitt hornið á holunni. „Ætli það sé ekki best að þið gistið hér í nótt,“ sagði Fúsi. „Ég ætla að fara í hinn endann á kofanum þar sem Herra Skalli býr með fjölskyldu sinni. Hann gerir okkur áreiðanlega þann greiða að hjálpa okkur við að stækka hina holuna svo að þið getið flutt þang- að sem fyrst.“ Þar með var hann horfinn en eftir skamma stund kom hann aftur og í fylgd með honum voru þrjár mýs. „Jæja, ég fékk nú heldur betur hjálp. Þeir ætla að hjálpa okkur feðgarnir og vilja byrja í hvelli og vinna í nótt. Það verður ekki langt þangað til þið getið flutt inn á nýja heimilið ykkar.“ Nú fannst músabörnunum að þau hefðu hvflt sig nógu vel og uppi varð fótur og fit. Þau hlupu fram og aftur og kunnu sér ekki læti. Stubbur litli var kominn upp á borð og lék þar hænu. Hann galaði af hjartans lyst svo að varla heyrðist músamál. Gutti hafði tekið hattinn hans Fúsa, skálmaði um og þóttist herramaður. Björt og Blíða stigu villtan Indíánadans og voru búnar að festa á sig mikla fjaðraskúfa en í horninu stóð Snerill og öskraði eins og Indíáni. Því miður tók enginn eftir Snepli sem laumaðist fram göngin. Hann skimaði laumulega í kringum sig um leið og hann skaust út úr holunni. Hann stóð stundarkorn kyrr í hænsna- kofanum og virti fyrir sér umhverfíð. Og þarna kom hann auga á það sem hann var að leita að. Á leiðinni að holu Fúsa hafði Snepill nefnilega séð stóran dall fullan af mat á miðju gólfinu. Það kom vatn í munninn á honum. Namm, þetta var nú meiri gullnáman. Mamma hafði sagt að kisa kæmi aldrei inn í hænsnakofann. Hún var víst dauðhrædd við hænurnar. Snepli litla sýndist þær ekki ýkja hættulegar og gaf þeim þess vegna sáralítinn gaum. Hann hljóp eins og fætur toguðu að matar- dallinum. Æ, hvaða vandræði! Dallurinn var svo hár að hann komst með engu móti upp í hann. Hann litaðist umhverfis dallinn án árangurs. En hann sá sér til mikillar ánægju að matarleifar voru allt um kring. „Það eru nú meiri sóðarnir, þessar hænur,“ hugsaði hann um leið og hann byrjaði að eta af mikilli græðgi. Hann var svo niðursokkinn í að borða að hann tók ekkert eftir hænu sem veitti honum athygli og nálgaðist hann hægum skrefum. Þess vegna brá honum ónotalega þegar hann fann allt í einu til nístandi sársauka í skottinu og í sömu svifum var hann kominn hátt í loft upp. Hænan hafði tekið með gogginum utan um skottið á Snepli litla og nú hélt hún á honum fyrir framan sig og virti hann vandlega fyrir sér. Snepli varð svo hverft við að maturinn hrökk ofan í hann og hann stóð á öndinni.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.