Æskan - 01.12.1989, Page 69
Þú getur líka valið að gera jólasveinana okkar níu eða þrettán. Þá
hefur þú þá ekki með hljóðfæri, heldur það sem einkennir þá. T.d.
er þá Stekkjastaur með staf, Stúfur með pönnu, Kjötkrókur með
kjötlæri og svo framvegis.
Svona ferð þú að:
Fyrir hvem jólasvein sníður þú einn rauðan hring eftir sniði nr. 1;
tvær húfur eftir sniði nr. 5; bakhlið og framhlið þar sem þú klippir
eftir punktalínunni; andlit eftir sniði nr. 2 úr hvítum pappír; dúsk á
húfuna eftir sniði nr. 3, en hann getur verið rauður eða hvítur.
Síðan er snið nr. 4 af höndum. Þær geta verið úr hvítum pappír. Þú
getur líka litað hann að vild.
Þá er best að líma jólasveinana saman eins og þú sérð á
myndinni. Límdu framhlið húfunnar fyrst á andlitið og hvolfdu því
síðan og límdu bakhlið hennar aftan á þannig að húfumar passi
saman. Horfðu á myndina af óróanum til leiðbeiningar.
Á meðan límið er að þoma er best að sníða hljóðfærin eftir
myndunum hér til hliðar. Þú getur líka teiknað og klippt út annað
sem jólasveinarnir eiga að hafa. Síðan límir þú hljóðfærin eða
fylgihlutina á sinn stað ásamt höndum. Sumstaðar nægir að hafa
eina hönd.
Þá er bara eftir að klippa út stjömur, festa þráð í þær og
jólasveinana.
Áður en þú hengir allt á herðatréð er fallegt, en ekki nauðsynlegt,
að vefja það eins og þú sérð á myndinni, með grænum og bláum
kreppappír eða blómapappír. Auðvitað getur þú líka notað hvaða lit
sem er.
Góða skemmtun og gangi þér uel!
tJocfwléuw- Jofa Javid/w/t.
Æskan 69