Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1917, Page 62

Skírnir - 01.04.1917, Page 62
Skírnir] Jón Stefánsson. sögurnar. En í þessari sögu er svo augljós framför höf. frá því að þær voru skrifaðar, að hvergi vottar fyrir byrjandablæ. Þar kemur fullþroskað skáld fram á bók- mentavöllinn, sem að öllu leyti tekur af sínu eigin, efnir mál og form. Þessi saga fekk heldur betri viðtökur en hinar og lof sumra ritdómara. — Sveitarlífs- og persónu- lýsingar eru svo skýrar (frá því tímabili, sem sagan á við) og örlagaþættir sögupersónanna raktir með svo mikl- um næmleik og harmþunga, að óvíða hefir lengra verið komist í íslenzkum skáldritum. Snildarbragð höfundarins á náttúrulýsingum og málinu á sögunum hefir hlotið al- ment lof og athygli fyrir ramm-íslenzkan frumblæ. Þó hægt sé að segja með rökum, að höfundurinn lúti ekki nákvæmlega lögum listarinnar — geri ástriður persóna sinna of berar og tilfinningarnar æstar, þá er samt meira í það spunnið og hreinlegri tök hans, heldur en ástar- hjalsdekur og hálfvelgjukukl það, sem lesandinn á að venjast frá hinum og þessum, er nú hreykja sér í nafni »lærðrar« listar. Sálarlíf persónanna sýnir, að það er fóstrað við íslenzka náttúru, sterkt manneðli og þróttmik- inn hug og tilfinningar. Þriðja bók J. St, »Dýrasögur«, var prentuð 1910. Hún er það síðasta, sem gefið hefir verið út eftir liann sérstaklega. Eg minnist eigi annars, en að höfundurinn hafi hlotið einróma þakkir allra, sem á þessa bók hafa minst fjær og nær. Enda skipar liún svo sérstakt rúm á bókmentasviði þjóðarinnar, að enginn annar rithöfundur hefir komist inn á það svið svo teljandi sé. Þessi bók og aðrar samflokks-sögur höfundarins, sem eigi eru þar prent- aðar, munu ef til vill geyma nafn hans lengst og varð- veita í bókmentaheiminum. Auk þeirra bóka, sem hér eru nefndar, er nokkuð til eftir Jón St. af óprentuðum sögum. ífokkuð af smásögum °g fjórar stærri sögur, sem flestar eru fullbúnar til prent- unar. Eru þær ritaðar á árunurn frá 1905—1915. Að- vísu auðnaðist honum eigi að ganga frá þeim öllum tiE iulls, eins og hann hugðist að gera, því dauðann bar bráð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.