Skírnir - 01.04.1917, Qupperneq 62
Skírnir]
Jón Stefánsson.
sögurnar. En í þessari sögu er svo augljós framför höf.
frá því að þær voru skrifaðar, að hvergi vottar fyrir
byrjandablæ. Þar kemur fullþroskað skáld fram á bók-
mentavöllinn, sem að öllu leyti tekur af sínu eigin, efnir
mál og form. Þessi saga fekk heldur betri viðtökur en
hinar og lof sumra ritdómara. — Sveitarlífs- og persónu-
lýsingar eru svo skýrar (frá því tímabili, sem sagan á
við) og örlagaþættir sögupersónanna raktir með svo mikl-
um næmleik og harmþunga, að óvíða hefir lengra verið
komist í íslenzkum skáldritum. Snildarbragð höfundarins
á náttúrulýsingum og málinu á sögunum hefir hlotið al-
ment lof og athygli fyrir ramm-íslenzkan frumblæ. Þó
hægt sé að segja með rökum, að höfundurinn lúti ekki
nákvæmlega lögum listarinnar — geri ástriður persóna
sinna of berar og tilfinningarnar æstar, þá er samt meira
í það spunnið og hreinlegri tök hans, heldur en ástar-
hjalsdekur og hálfvelgjukukl það, sem lesandinn á að
venjast frá hinum og þessum, er nú hreykja sér í nafni
»lærðrar« listar. Sálarlíf persónanna sýnir, að það er
fóstrað við íslenzka náttúru, sterkt manneðli og þróttmik-
inn hug og tilfinningar.
Þriðja bók J. St, »Dýrasögur«, var prentuð 1910.
Hún er það síðasta, sem gefið hefir verið út eftir liann
sérstaklega. Eg minnist eigi annars, en að höfundurinn
hafi hlotið einróma þakkir allra, sem á þessa bók hafa
minst fjær og nær. Enda skipar liún svo sérstakt rúm á
bókmentasviði þjóðarinnar, að enginn annar rithöfundur
hefir komist inn á það svið svo teljandi sé. Þessi bók og
aðrar samflokks-sögur höfundarins, sem eigi eru þar prent-
aðar, munu ef til vill geyma nafn hans lengst og varð-
veita í bókmentaheiminum.
Auk þeirra bóka, sem hér eru nefndar, er nokkuð til
eftir Jón St. af óprentuðum sögum. ífokkuð af smásögum
°g fjórar stærri sögur, sem flestar eru fullbúnar til prent-
unar. Eru þær ritaðar á árunurn frá 1905—1915. Að-
vísu auðnaðist honum eigi að ganga frá þeim öllum tiE
iulls, eins og hann hugðist að gera, því dauðann bar bráð-