Skírnir - 01.04.1917, Side 112
'Skirnir]
Ritfregnir.
219
iþjðu rnanna er þessi saga lítt kunn og auk þess í því skyni að
menn gæti sjálfir séð að hverju leyti höf. hefir breytt efninu.
Um þýðinguna sjálfa get jeg verið fáorðari. Hún er vandað
yerk, þótt hún só vandaverk. Þess er þá fyrst að geta, að hún er
rétt og nákvæm, að kveðandi er nákvæmlega hin sama sem í frum-
ritinu, nema því framar, að þar er auðvitað gegnt þeirri þungu
skyldu, er ljóðadísin leggur oss á herðar, Islendingum, að þár eru
Ijóðstafir. Ekki hirði eg að talja þá fáu staði, sem mér þætti mega
yera betur stuðlaðir, enda er jafnan auðveldara að finna að en að um-
bæta. Þess er annars og að geta, að orðaval er svo, að jafnan er
leitast við að hafa sem næst daglegu orðfæri. Mun þess því frem-
■ ur von, að leikhúsin ráðist í að sýna oss þetta verk.
Um orðaval og kveðandi skal það þó játað, að mér þótti í
fyrstu sem þar vantaði þá heiðríkju og sólkendir sem eru yfir
þeim í beztu ljóðum vorum. En er eg bar saman við frumritið,
komst eg að þeirri niðurstöðu, að slik þýðing mundi hafa farið
framhjá blænum, sem er yfir því hjá Schiller. En slíkt ætti eng-
inn að gera, þv( höfuðvandinn við þýðingar er einmitt sá, að halda
blænum, íklæðast hugarfari skáldsins (iSLchempfináen nefna Þjóð-
verjar þetta). Þessi blær er alls ekki yfir leikritum Schillers. Hon-
um var svo mikið niðri fyrir, að hatin gaf sér eigi tíma til að fága
þau svo mjög. Mér sýndist þetta í upphafi ókostur á þýðingunni,
en eg hefi komist að raun um að það er einmitt kostur.
Þessi þýðing mun j afnan verða þýð. til sóma og kostnaðar-
uianni slíkt hið sama.
Menn ætti ekki endilega að þurfa að vera svangir til þess að
geta metið skáldskap. Þó virðist mér sem lestrarfýsn manna minki
ef þeir efnast. Ætti það þó að vera öfugt, :því að eftir því sem
efni alþýðu aukast sýnist hún geta varið og eiga að vilja verja
uaeiru til bókakaupa.
Byrjið á því að kaupa »Syngi, syngi svanir mínir«, eftir Huldu,
Þulur Theódoru og — Meyna frá Orleans.
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Nokkur Ijóðmæli eftir Þorskab.t. Getin út af Borgfirðinga-
fólaginu í AVinnipeg 1914. — Prentuð í prentsm. Gutenberg.
Reykjavík. „ , 0 =
Þorskabítur er sá meðal íslenzkra skálda vestan hafs, er einna
• mest þykir að kveða, þegar frá ,er taiinn, Stephan G. Stephansson.
i'Hafa kvæði hans mörg biizt í Lögbergi og ýmsir veitt þeim at^