1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 8

1. maí - Reykjavík - 01.05.1936, Blaðsíða 8
1. MAÍ 4 Hættulegastur þótti sá hluti ræðu hans, þar sem hann ákærði vissa vini Mussolini fyrir spillingu og mútur og lofaði að birta sönnunargögn. Þessu var aðallega beint til utan- ríkisritarans í innanríkismálaráðu- neytinu, Finzi, og vakti þetta geysi- legan óróa í herbúðum fasistanna. í II Popolo (blaði Mussolini) birt- ist tveim dögum seinna grein eftir Mussolini sjálfan, sem í var fólgin grímuklædd hótun: „Matteotti hélt fyrirlestur, sem krefst áhrifameira svars en þess, sem þingmaðurinn Gui- nata hreytti úr sér (masnada) „var- menni“.“ Aðeins hinir kunnugustu vita hvaða samræður hafa átt sér stað innan veggja Palazzo Chigis, en við þekkj- um af einstökum öðrum tilfellum framkomu Mussolini gagnvart and- stæðingunum, er reyndust honum erf- iðir. Fyrstu dagana í júní halda rökræð- urnar áfram í þinginu. ■— Mussolini reyndi með sínum venjulegu ólíkinda- látum, að þykjast vera samningafús við andstæðingana, vegna þess að hann fann, að andúðin gegn stjórn- inni óx stöðugt. Hann vísar frá al- mennum rökræðum og krefst þess, að fjárhagsáætlunin sé rædd í einstök- um atriðum. „Það er jákvæð starf- semi sem við þurfum“. En þingheim- ur er farinn að ókyrrast, og gagn- rýnin heldur áfram. Þar af leiðir al- varlegur árekstur, og Mussolini slepp- ir sér alveg: „Hvað ætlið þið eigin- lega að gera? Uppreisnartilraun? Það er ómögulegt; þið getið ekki hugsað eitt augnablik í alvöru um þá hluti, ykkur gefst ekki tími til að hugsa þá hugsun til enda, því að þið vitið vel, að innan 24 tíma eða máske 24 mín- útna er allt um garð gengið“. Þannig leið tíminn. Sífellt áttu sér stað harðir árekstrar. Hinn 11. júní var mikill órói í þingflokki jafnaðar- manna. Matteotti vantaði. — Fyrst reyndu menn að sætta sig við þá á- gizkun, að hann mundi hafa farið til Austurríkis, en það hafði verið í ráði. Nokkrir vinir hans vissu meira að segja, að hann hafði átt í brösum með að fá vegabréf. En eftir að hafa náð tali af heimilisfólki hans, var útlitið ekki glæsilegt. Matteotti var horfinn án farangurs, án peninga, án nokkurs undirbúnings. Mjög mikill kvíði greip um sig. — Næstu daga hvíldu augu allra á ráð- herrabekkjunum. Þegar Mussolini fékk orðið — í framhaldsumræðum um fjárlögin, — reyndi hann að snúa ,,stemmningunni“, með því að láta í ljós þá von, „að signor Matteotti mundi innan skamms tíma taka sæti aftur hér í þinginu“. Hávær rödd heyrist neðan úr salnum: „Hann er þá dauður“. Það var þingmaðurinn Gonzales sem hrópaði og hávaðinn, sem af þessu hlauzt, var geysilegur. Mussolini, sem fann, hvernig upp- reisnaraldan breiddist út, fann sig knúðan til þess að taka aftur til máls, undir eins og hávaðann lægði. — Þá heyrðist rödd: „Hann talar, hann er samsekur“. Það var annar þingmaður, Chiesa, sem með þessari upphrópun leysti úr læðingi, hina miklu inni- byrgðu gremju fólksins. Sá maður, sem stóð þarna og staðhæfði sakleysi sitt, fyrir þingheimi, hafði kvöldið áður móttekið eftirfarandi skýrslu: „Að kvöldi þess 10. júní sást Matte- otti á gangi á bökkum Tíberfljótsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

1. maí - Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 1. maí - Reykjavík
https://timarit.is/publication/396

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.